Ferrari vill að Massa hjálpi Alonso 1. október 2010 12:07 Luca Montezemolo flytur ávarp á bílasýningunni í París sem núna stendur yfir. Mynd: Getty Images Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar. Alonso hefur unnið tvö síðustu mót og er á eftir Mark Webber í stigamótinu. Ferrari fékk sekt fyrir það eftir þýska kappaksturinn að Massa var látinn hleypa Alonso framúr sér, en það virðist ekki aftra Montezemolo í að láta Massa vinna fyrir liðið í komandi mótum. "Ég hef beðið eftir Massa af þrautseigju í síðustu fjórum mótum. Ég vill öflugan Massa, sem tekur stig af keppinautunum. Hann var óheppinni í Singapúr, en hann er í formi til að vinna sigra. Þeir sem keppa fyrir Ferrari, keppa ekki fyrir sjálfan sig, heldur Ferrari. Þeir sem keppa ekki fyrir liðið verða að svara fyrir það", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com, sem aftur vitnar í ítalska blaðið Gazetta dello Sport. "Það var rétt að setja fókusinn á Alonso. Hann er mjög öflugur og fellur vel að liðinu, þó ýmsir hafi spáð öðru. Liðið er mjög einbeitt og við vitum hvernig á að vinna, jafnvel þegar álagið er mikið. Þá hafa Stefano Domenicali og Aldo Costa verið litiðinu ómetanlegir", sagði Montezemolo, en þeir eru yfirmenn hjá liðinu. "Tímabilið hefur verið sérstakt. Við unnum fyrsta mótið og lentum svo í vanda með þróun bílsins, en sigrarnir á Monza og í Síngapúr hafa glætt möguleika okkar. Frá árinu 1997 þá höfum við verið í baráttunni um titilinn, nema árið 2005. Titlarnir hafa unnist í síðasta mótinu eða tapast og Ferrari hefur alltaf verið liðið til að sigra. Við höfum unnið átta meistaratitla á tíu árum og það er mikilvægt að ná árangri í ár líka. Við erum í öðru sæti og munum berjast til þrautar", sagði Montezemolo. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 6 Felipe Massa 128 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Luca di Montezemolo forseti Ferrari vill að Felipe Massa liðsinni Fernando Alonso og Ferrari í sókninni að meistaratitilinum. Alonso er í öðru sæti í stigamótinu, á meðan Massa er út úr myndinni hvað titil varðar. Alonso hefur unnið tvö síðustu mót og er á eftir Mark Webber í stigamótinu. Ferrari fékk sekt fyrir það eftir þýska kappaksturinn að Massa var látinn hleypa Alonso framúr sér, en það virðist ekki aftra Montezemolo í að láta Massa vinna fyrir liðið í komandi mótum. "Ég hef beðið eftir Massa af þrautseigju í síðustu fjórum mótum. Ég vill öflugan Massa, sem tekur stig af keppinautunum. Hann var óheppinni í Singapúr, en hann er í formi til að vinna sigra. Þeir sem keppa fyrir Ferrari, keppa ekki fyrir sjálfan sig, heldur Ferrari. Þeir sem keppa ekki fyrir liðið verða að svara fyrir það", sagði Montezemolo í frétt á autosport.com, sem aftur vitnar í ítalska blaðið Gazetta dello Sport. "Það var rétt að setja fókusinn á Alonso. Hann er mjög öflugur og fellur vel að liðinu, þó ýmsir hafi spáð öðru. Liðið er mjög einbeitt og við vitum hvernig á að vinna, jafnvel þegar álagið er mikið. Þá hafa Stefano Domenicali og Aldo Costa verið litiðinu ómetanlegir", sagði Montezemolo, en þeir eru yfirmenn hjá liðinu. "Tímabilið hefur verið sérstakt. Við unnum fyrsta mótið og lentum svo í vanda með þróun bílsins, en sigrarnir á Monza og í Síngapúr hafa glætt möguleika okkar. Frá árinu 1997 þá höfum við verið í baráttunni um titilinn, nema árið 2005. Titlarnir hafa unnist í síðasta mótinu eða tapast og Ferrari hefur alltaf verið liðið til að sigra. Við höfum unnið átta meistaratitla á tíu árum og það er mikilvægt að ná árangri í ár líka. Við erum í öðru sæti og munum berjast til þrautar", sagði Montezemolo. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 6 Felipe Massa 128
Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira