Hálfrænulaus eftir dáleiðslu hjá Sailesh 20. mars 2010 06:00 Sailesh. Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert. Sailesh var með skemmtun í skólanum á miðvikudag. Skólayfirvöld höfðu mælst til að börn undir 18 ára aldri yrðu ekki dáleidd, en það gekk ekki eftir. Erfiðlega gekk að ná stúlkunni úr dái, en það virtist þó takast og Sailesh hvarf á braut. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Lífsmörkin voru raunar eins og hún væri í spretthlaupi. Hringja þurfti í dávaldinn og honum tókst, eftir þrjár tilraunir, að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér strax. „Þetta getur komið fyrir þótt það gerist ekki oft," segir Sailesh. Hann segir skýringuna þá að sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. „Það var aldrei nein hætta á ferðum og ef hún hefði fengið að sofna hefði þetta lagast af sjálfu sér. Stressið í kringum hana olli háum blóðþrýstingi." Skólastjórnendur í FG sendu aðvörunarbréf til annarra framhaldsskóla og sögðu frá atvikinu. Kristinn Þorsteinsson aðstoðarskólameistari segir atvikið umhugsunarvert. „Ef hann kæmi til mín á morgun og spyrði hvort hann mætti koma myndi ég segja nei." Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir að dáleiðsla eigi að vera hættulaus öllum. Hann hafi heyrt um svona tilvik, þó ekki jafnsvæsin. „Í einhverjum tilvikum vakna menn ekki almennilega úr dá-svefni, en þá sofa þeir þetta oftast nær úr sér." Þórarinn segir sálfræðinga nota dáleiðslu nokkuð hér á landi, sem og geðlækna og einstaka lækna. Hjá fagmönnum eigi engin hætta að vera á ferðum.- kóp Sailesh Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert. Sailesh var með skemmtun í skólanum á miðvikudag. Skólayfirvöld höfðu mælst til að börn undir 18 ára aldri yrðu ekki dáleidd, en það gekk ekki eftir. Erfiðlega gekk að ná stúlkunni úr dái, en það virtist þó takast og Sailesh hvarf á braut. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Lífsmörkin voru raunar eins og hún væri í spretthlaupi. Hringja þurfti í dávaldinn og honum tókst, eftir þrjár tilraunir, að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér strax. „Þetta getur komið fyrir þótt það gerist ekki oft," segir Sailesh. Hann segir skýringuna þá að sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. „Það var aldrei nein hætta á ferðum og ef hún hefði fengið að sofna hefði þetta lagast af sjálfu sér. Stressið í kringum hana olli háum blóðþrýstingi." Skólastjórnendur í FG sendu aðvörunarbréf til annarra framhaldsskóla og sögðu frá atvikinu. Kristinn Þorsteinsson aðstoðarskólameistari segir atvikið umhugsunarvert. „Ef hann kæmi til mín á morgun og spyrði hvort hann mætti koma myndi ég segja nei." Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir að dáleiðsla eigi að vera hættulaus öllum. Hann hafi heyrt um svona tilvik, þó ekki jafnsvæsin. „Í einhverjum tilvikum vakna menn ekki almennilega úr dá-svefni, en þá sofa þeir þetta oftast nær úr sér." Þórarinn segir sálfræðinga nota dáleiðslu nokkuð hér á landi, sem og geðlækna og einstaka lækna. Hjá fagmönnum eigi engin hætta að vera á ferðum.- kóp
Sailesh Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira