Lionel Messi skaut Barcelona áfram með fernu Elvar Geir Magnússon skrifar 6. apríl 2010 12:43 Messi skoraði fjögur mörk í kvöld. Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga. Daninn Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins þrjár mínútur að svara. Þá skoraði Messi glæsilegt mark. Messi var síðan búinn að skora þrennu fyrir hálfleik og bætti við fjórða markinu þegar skammt var til leiksloka. Ótrúleg tiþrif frá besta knattspyrnumanni heims. Barcelona kemst áfram samtals 6-3 og mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Barcelona en hana má lesa hér að neðan. Barcelona - Arsenal 4-1 (samanlagt: 6-3) 0-1 Nicklas Bendtner (18.) 1-1 Lionel Messi (21.) 2-1 Lionel Messi (37.) 3-1 Lionel Messi (42.) 4-1 Lionel Messi (88.) 90.mín: Leik lokið. 88.mín: MARK! Lionel Messi búinn að skora sitt fjórða mark og þá er þetta tryggt. Staðan 4-1 fyrir Barcelona. 74.mín: Bendtner skallaði í stöng en var rangstæður. Eduardo kominn inn sem varamaður. Arsenal hefur skorað mikið undir lok leikja í vetur, sjáum hvort þeir halda því áfram. 66.mín: Arsenal þarf að skora fljótlega og þá fáum við spennandi lokakafla. Emmanuel Eboue er kominn inn sem varamaður fyrir Mikael Silvestre. 57.mín: Upphafsmínútur seinni hálfleiks verið tíðindalitlar. 49.mín: Seinni hálfleikur er hafinn... markaregninu er væntanlega ekki lokið. 45.mín: Það er kominn hálfleikur. Arsenal þarf að skora tvívegis í seinni hálfleik, 3-3 kemur þeim áfram. En á móti Messi verður það ansi erfitt. 42.mín: MARK! Þessi maður! Það getur enginn mótmælt því að Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims. Hann var að koma Börsungum í 3-1, búinn að innsigla þrennu sína strax í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegn og vippaði boltanum svellkaldur yfir Almunia. Ótrúlegur hamur sem maðurinn er í. 37.mín: MARK! Börsungar eru komnir í 2-1. Lionel Messi hefur verið hreint frábær í þessum leik og var að skora sitt annað mark. Sjóðheitur Messi. 31.mín: Áfram heldur skemmtunin á Spáni. Messi var að sýna skemmtileg tilþrif, dansaði framhjá gestunum áður en Denilson tæklaði hann niður og fékk gult spjald. 21.mín: MARK! Börsungar hafa svarað strax. Lionel Messi skoraði með þrumuskoti. Stórglæsilegt mark en Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, hefði átt að gera betur í aðdragandanum. Staðan orðin 1-1. 18.mín: MARK! Arsenal er komið yfir! Þessi leikur verður svakalegur. Daninn Nicklas Bendtner skoraði af harðfylgi. Theo Walcott slapp í gegn, renndi boltanum á Bendtner sem skoraði í annari tilraun. Staðan 0-1. 16.mín: Þið ættuð flest að vera með þetta á hreinu en látum þetta þó flakka... fleiri mörk skoruð á útivelli telja ef leikurinn endar með jafntefli. Ef þessi síðari leikur fer 0-0 þá kemst Barcelona áfram en ef hann endar 3-3 fer Arsenal áfram. Aðeins 2-2 gerir það að verkum að framlengt verði á Camp Nou. 11.mín: Börsungar hafa fengið einu færin hingað til en þau teljast þó aðeins hálf-færi. Ekki alveg sama byrjun og í fyrri leiknum. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Liðið sem ber sigur úr býtum mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. 0.mín: Dómari í kvöld er hinn þýski Wolfgang Stark. Barcelona hefur ekki unnið Evrópuleik sem hann dæmir en Arsenal hefur hinsvegar unnið alla sína leiki þar sem Stark er með flautuna. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Mikael Silvestre og Theo Walcott byrja báðir hjá Arsenal. Andres Iniesta fær sér sæti á varamannabekk Barcelona, við hlið Thierry Henry. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. (Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.) Byrjunarlið Arsenal: Almunial, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga. Daninn Nicklas Bendtner kom Arsenal yfir á 18. mínútu en það tók heimamenn aðeins þrjár mínútur að svara. Þá skoraði Messi glæsilegt mark. Messi var síðan búinn að skora þrennu fyrir hálfleik og bætti við fjórða markinu þegar skammt var til leiksloka. Ótrúleg tiþrif frá besta knattspyrnumanni heims. Barcelona kemst áfram samtals 6-3 og mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Barcelona en hana má lesa hér að neðan. Barcelona - Arsenal 4-1 (samanlagt: 6-3) 0-1 Nicklas Bendtner (18.) 1-1 Lionel Messi (21.) 2-1 Lionel Messi (37.) 3-1 Lionel Messi (42.) 4-1 Lionel Messi (88.) 90.mín: Leik lokið. 88.mín: MARK! Lionel Messi búinn að skora sitt fjórða mark og þá er þetta tryggt. Staðan 4-1 fyrir Barcelona. 74.mín: Bendtner skallaði í stöng en var rangstæður. Eduardo kominn inn sem varamaður. Arsenal hefur skorað mikið undir lok leikja í vetur, sjáum hvort þeir halda því áfram. 66.mín: Arsenal þarf að skora fljótlega og þá fáum við spennandi lokakafla. Emmanuel Eboue er kominn inn sem varamaður fyrir Mikael Silvestre. 57.mín: Upphafsmínútur seinni hálfleiks verið tíðindalitlar. 49.mín: Seinni hálfleikur er hafinn... markaregninu er væntanlega ekki lokið. 45.mín: Það er kominn hálfleikur. Arsenal þarf að skora tvívegis í seinni hálfleik, 3-3 kemur þeim áfram. En á móti Messi verður það ansi erfitt. 42.mín: MARK! Þessi maður! Það getur enginn mótmælt því að Lionel Messi er besti knattspyrnumaður heims. Hann var að koma Börsungum í 3-1, búinn að innsigla þrennu sína strax í fyrri hálfleik. Hann slapp í gegn og vippaði boltanum svellkaldur yfir Almunia. Ótrúlegur hamur sem maðurinn er í. 37.mín: MARK! Börsungar eru komnir í 2-1. Lionel Messi hefur verið hreint frábær í þessum leik og var að skora sitt annað mark. Sjóðheitur Messi. 31.mín: Áfram heldur skemmtunin á Spáni. Messi var að sýna skemmtileg tilþrif, dansaði framhjá gestunum áður en Denilson tæklaði hann niður og fékk gult spjald. 21.mín: MARK! Börsungar hafa svarað strax. Lionel Messi skoraði með þrumuskoti. Stórglæsilegt mark en Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, hefði átt að gera betur í aðdragandanum. Staðan orðin 1-1. 18.mín: MARK! Arsenal er komið yfir! Þessi leikur verður svakalegur. Daninn Nicklas Bendtner skoraði af harðfylgi. Theo Walcott slapp í gegn, renndi boltanum á Bendtner sem skoraði í annari tilraun. Staðan 0-1. 16.mín: Þið ættuð flest að vera með þetta á hreinu en látum þetta þó flakka... fleiri mörk skoruð á útivelli telja ef leikurinn endar með jafntefli. Ef þessi síðari leikur fer 0-0 þá kemst Barcelona áfram en ef hann endar 3-3 fer Arsenal áfram. Aðeins 2-2 gerir það að verkum að framlengt verði á Camp Nou. 11.mín: Börsungar hafa fengið einu færin hingað til en þau teljast þó aðeins hálf-færi. Ekki alveg sama byrjun og í fyrri leiknum. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Liðið sem ber sigur úr býtum mætir Ítalíumeisturum Inter í undanúrslitum. 0.mín: Dómari í kvöld er hinn þýski Wolfgang Stark. Barcelona hefur ekki unnið Evrópuleik sem hann dæmir en Arsenal hefur hinsvegar unnið alla sína leiki þar sem Stark er með flautuna. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Mikael Silvestre og Theo Walcott byrja báðir hjá Arsenal. Andres Iniesta fær sér sæti á varamannabekk Barcelona, við hlið Thierry Henry. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Dani Alves, Abidal, Marquez, Milito, Busquets, Keita, Xavi, Pedro, Messi, Bojan. (Varamenn: Pinto, Iniesta, Henry, Maxwell, Toure Yaya, Fontas, Jeffren.) Byrjunarlið Arsenal: Almunial, Sagna, Clichy, Silvestre, Vermaelen, Diaby, Denilson, Nasri, Rosicky, Walcott, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Eduardo, Eboue, Traore, Campbell, Merida, Eastmond.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira