Fótbolti

Lionel Messi sá yngsti til að skora hundrað mörk fyrir Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi er enn bara 22 ára gamall.
Lionel Messi er enn bara 22 ára gamall. Mynd/AFP

Argentínumaðurinn Lionel Messi varð í gær yngsti leikmaður Barcelona frá upphafi til þess að ná því að skora hundrað mörk fyrir félagið. Messi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær og fyrra markið hans í leiknum var númer hundraðasta í aðeins 188 leikjum.

Messi var aðeins 22 ára og 206 daga gamall í gær og bætti hann gamla metið um eitt ár og sjö mánuði. Mariano Martín átti metið en hann var 24 ára og 60 daga gamall þegar hann skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Barca 19.desember 1943.

Messi vantar enn 134 mörk til þess að ná markahæsta leikmanni Barcelona frá upphafi, César, en César var samt orðinn 28 ára og 89 daga þegar hann skoraði sitt hundraðasta mark Katalóníu-félagið.

Yngstu menn til þess að skora 100 mörk fyrir Barcelona:

22 ára - 206 daga Lionel Messi

24-060 Mariano Martín

24-348 Eulogio Martínez

26-163 Patrick Kluivert

27-208 Samuel Eto'o

27-294 Zaldúa

27-235 Ladislao Kubala

Flest mörk fyrir Barcelona:

235 César

196 Ladislao Kubala

130 Rivaldo

129 Samuel Eto'o

124 Mariano Martín

122 Carles Rexach

122 Patrick Kluivert

118 Escolá

117 Hristo Stoichkov

112 Basora

111 Eulogio Martínez

109 Luis Enrique

107 Zaldúa

105 Evaristo

101 Lionel Messi

100 Asensi

Fæstir leikir til þess að skora 100 mörk fyrir Barcelona:

99 Mariano Martín

103 Ladislao Kubala

136 Eulogio Martínez

142 Evaristo

144 Escolá

157 Samuel Eto'o

169 César

173 Rivaldo

186 Hristo Stoichkov

188 Lionel Messi

193 Zaldúa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×