Akureyri, topplið N1-deildarinnar, átti ekki í vandræðum með að leggja Víking, sem er við botninn í 1. deildinni, í Fossvoginum í dag. Lokatölur urðu 18-34 og eru norðanmenn því komnir áfram í bikarnum.
Akureyringar náðu sannkallaðri óskabyrjun og fjögur fyrstu mörkin voru þeirra. Víkingar náðu mest að minnka muninn í tvö mörk en gestirnir með fjögurra marka forystu í hálfleik 16-11.
Akureyri var síðan með öll tök í seinni hálfleik og stakk heimamenn auðveldlega af.
Bjarni Fritzson var markahæstur gestaliðsins með 12 mörk, þar af fjögur úr vítum, og þá skoraði Oddur Gretarsson 8 mörk. Benedikt Karl Karlsson var markahæstur hjá Víkingum með 4 mörk.
Sveinbjörn Pétursson varði 15 skot í markinu hjá Akureyri og Stefán Guðnason félagi hans 8 skot. Víkingsmarkverðirnir tveir vörðu samtals 9 skot.
Víkingur - Akureyri 18-34 (11-16)
Mörk Víkings (Skot): Benedikt Karl Karlsson 4 (5), Brynjar Loftsson 3 (5), Jón Hjálmarsson 3 (7), Sverrir Hermannsson 3/1 (10/2), Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2 (3), Kristinn Guðmundsson 2 (3), Óttar Filipp Pétursson 1 (4), Arne Karl Wehmeier 0 (1), Sigurður Örn Karlsson 0 (1), Egill Björgvinsson 0 (5).
Varin skot: Jón Árni Traustason 5, Halldór Rúnarsson 4.
Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Jón H.)
Fiskuð víti: 2 (Kristinn, Jón H.)
Utan vallar: 10 mínútur
Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 12/4 (14/4), Oddur Gretarsson 8/1 (10/1), Bergvin Þór Gíslason 4 (5), Geir Guðmundsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (5), Daníel Örn Einarsson 1 (1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (2), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2).
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15, Stefán Guðnason 8/2.
Hraðaupphlaupsmörk: 10 (Oddur 4, Bjarni 3, Bergvin 2).
Fiskuð víti: 5 (Hörður 2, Halldór Logi, Daníel, Bjarni).
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur F. Sverrisson, slakir.