Tekjur ríkisins voru 40 milljörðum yfir áætlun 2. júlí 2010 04:45 Tekjur ríkissjóðs hærri en búist var við. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjuskattur hafi skilað mun meira en búist var við. Það þýðir að ekki varð sami samdráttur í launaþróun og reiknað hafði verið með. Þá er atvinnuleysi minna en búist hafði verið við og tengist það líklega því að samdráttur á landsframleiðslu var ekki eins slæmur og gert var ráð fyrir. Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir 9 prósenta atvinnuleysi árið 2009 og 9,6 prósent árið 2010. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að það hafi verið 8 prósent á síðasta ári. „Við erum að vonast til að það verði ekki hærra á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir 8,5 prósentum í upphafi árs, en okkur finnst að slegið hafi á það núna." Þrátt fyrir hærri tekjur verða þær svipað hlutfall af vergri landsframleiðslu og búist hafði verið við, eða um 28 prósent. Útlit er hins vegar fyrir að þær nái ekki áætlun sem hlutfall af landsframleiðslunni árið 2010, þótt reksturinn gangi vel. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta mjög góðan árangur og merki þess að hagkerfið hafi dregist minna saman en ráð var gert fyrir. Hann áréttar þó að inni í þessari tölu sé flýting á innheimtu fjármagnstekjuskatts þannig að hún sé ekki alveg sambærileg við tölur fyrri ára. „Á sinn hátt er enn ánægjulegra hve vel aðhaldsaðgerðirnar tókust og útgjaldamarkmiðin halda og vel það," segir Steingrímur. Hann segir ríkisstofnanir hafa staðið sig vel í aðhaldi og mun færri þeirra hafi farið yfir 4 prósenta viðmið um framúrkeyrslu. „Í þessu hefur náðst mikilvægur árangur og það eru fyrst og fremst forstöðumenn og starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem hafa unnið gott starf." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vinnu við fjárlög næsta árs sé litið til þess að hærri tekjur á síðasta ári þýði að skera þurfi minna niður í fjárlögum ársins 2010.- kóp Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjuskattur hafi skilað mun meira en búist var við. Það þýðir að ekki varð sami samdráttur í launaþróun og reiknað hafði verið með. Þá er atvinnuleysi minna en búist hafði verið við og tengist það líklega því að samdráttur á landsframleiðslu var ekki eins slæmur og gert var ráð fyrir. Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir 9 prósenta atvinnuleysi árið 2009 og 9,6 prósent árið 2010. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að það hafi verið 8 prósent á síðasta ári. „Við erum að vonast til að það verði ekki hærra á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir 8,5 prósentum í upphafi árs, en okkur finnst að slegið hafi á það núna." Þrátt fyrir hærri tekjur verða þær svipað hlutfall af vergri landsframleiðslu og búist hafði verið við, eða um 28 prósent. Útlit er hins vegar fyrir að þær nái ekki áætlun sem hlutfall af landsframleiðslunni árið 2010, þótt reksturinn gangi vel. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta mjög góðan árangur og merki þess að hagkerfið hafi dregist minna saman en ráð var gert fyrir. Hann áréttar þó að inni í þessari tölu sé flýting á innheimtu fjármagnstekjuskatts þannig að hún sé ekki alveg sambærileg við tölur fyrri ára. „Á sinn hátt er enn ánægjulegra hve vel aðhaldsaðgerðirnar tókust og útgjaldamarkmiðin halda og vel það," segir Steingrímur. Hann segir ríkisstofnanir hafa staðið sig vel í aðhaldi og mun færri þeirra hafi farið yfir 4 prósenta viðmið um framúrkeyrslu. „Í þessu hefur náðst mikilvægur árangur og það eru fyrst og fremst forstöðumenn og starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem hafa unnið gott starf." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vinnu við fjárlög næsta árs sé litið til þess að hærri tekjur á síðasta ári þýði að skera þurfi minna niður í fjárlögum ársins 2010.- kóp
Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira