Er skrýtið að traustið sé lítið? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. október 2010 06:00 Í könnun MMR sem birtist í vikunni sem leið var spurt um traust á Alþingi Íslendinga. Aðeins 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust bera mjög mikið eða frekar mikið traust til þjóðþingsins samkvæmt könnuninni. Tveir þriðju svarenda sögðust hins vegar bera mjög lítið eða frekar lítið traust til Alþingis. Það er heldur dapurleg útreið sem þingið fær, ekki síst í ljósi þess að ekki er nema hálft annað ár síðan þjóðin hafði tækifæri til að kjósa nýtt þing í kjölfar skýlausrar kröfu sem hljómaði undir búsáhaldaslætti um afsögn ríkisstjórnar Geirs H. Haarde og kosningar. En þarf einhver að vera hissa á að þjóðin treysti ekki Alþingi? Á þriðjudag lögðu nokkrir þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingu fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að efna samhliða kosningunni til stjórnlagaþings til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Kosið verður til stjórnlagaþings eftir liðlega fimm vikur. Alþingi samþykkti hins vegar í sumar mótatkvæðalaust lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kveður á um að til hennar skuli gengið í fyrsta lagi þremur mánuðum og í síðasta lagi einu ári eftir að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið samþykkt á þingi. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar, Vigdís Hauksdóttir, úr Framsóknarflokki segist einfaldlega hafa gleymt þessu tímarammaákvæði laganna sem hún samþykkti sjálf fyrir aðeins fjórum mánuðum! En hún brá skjótt við og skellti í breytingartillögu á lögunum þar sem tímaramminn er rýmkaður. Einn meðflutningsmanna Vigdísar í þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald Evrópusambandsviðræðna er Ásmundur Einar Daðason úr Vinstri grænum. Hann er líka einn flutningsmanna þingsályktunartillögu um að efnt verði til viðræðna um tvíhliða fríverslunarsamning við Bandaríkin. Að mati flutningsmanna tillögunnar er lykilatriði í endurreisn íslensks efnahagslífs að tryggja íslenskum fyrirtækjum bestu mögulegu viðskiptakjör og tollfrjálsan aðgang að einum stærsta markaði heims, Bandaríkjamarkaði. Það hljómar vel en ólíklegt er að flutningsmenn hafi kynnt sér á hverju hefur helst staðið í fyrri viðræðum um fríverslunarsamning landanna því af hálfu Bandaríkjamanna er forsenda slíks samnings sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur verði bættur verulega og er þar með verið að tala um afurðir eins og kjöt og mjólkurvörur. Eða var Ásmundur Einar ekki alltaf á móti innflutningi á landbúnaðarvörum? Báðar þessar þingsályktunartillögur eru dæmi um illa undirbúin og illa ígrunduð mál sem lögð eru fyrir þingið sem þar með þarf að verja tíma til umfjöllunar um þau. Það er líklega ekki nema von að traust íslensks almennings á Alþingi sé lítið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Í könnun MMR sem birtist í vikunni sem leið var spurt um traust á Alþingi Íslendinga. Aðeins 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust bera mjög mikið eða frekar mikið traust til þjóðþingsins samkvæmt könnuninni. Tveir þriðju svarenda sögðust hins vegar bera mjög lítið eða frekar lítið traust til Alþingis. Það er heldur dapurleg útreið sem þingið fær, ekki síst í ljósi þess að ekki er nema hálft annað ár síðan þjóðin hafði tækifæri til að kjósa nýtt þing í kjölfar skýlausrar kröfu sem hljómaði undir búsáhaldaslætti um afsögn ríkisstjórnar Geirs H. Haarde og kosningar. En þarf einhver að vera hissa á að þjóðin treysti ekki Alþingi? Á þriðjudag lögðu nokkrir þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingu fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að efna samhliða kosningunni til stjórnlagaþings til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Kosið verður til stjórnlagaþings eftir liðlega fimm vikur. Alþingi samþykkti hins vegar í sumar mótatkvæðalaust lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kveður á um að til hennar skuli gengið í fyrsta lagi þremur mánuðum og í síðasta lagi einu ári eftir að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið samþykkt á þingi. Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar, Vigdís Hauksdóttir, úr Framsóknarflokki segist einfaldlega hafa gleymt þessu tímarammaákvæði laganna sem hún samþykkti sjálf fyrir aðeins fjórum mánuðum! En hún brá skjótt við og skellti í breytingartillögu á lögunum þar sem tímaramminn er rýmkaður. Einn meðflutningsmanna Vigdísar í þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald Evrópusambandsviðræðna er Ásmundur Einar Daðason úr Vinstri grænum. Hann er líka einn flutningsmanna þingsályktunartillögu um að efnt verði til viðræðna um tvíhliða fríverslunarsamning við Bandaríkin. Að mati flutningsmanna tillögunnar er lykilatriði í endurreisn íslensks efnahagslífs að tryggja íslenskum fyrirtækjum bestu mögulegu viðskiptakjör og tollfrjálsan aðgang að einum stærsta markaði heims, Bandaríkjamarkaði. Það hljómar vel en ólíklegt er að flutningsmenn hafi kynnt sér á hverju hefur helst staðið í fyrri viðræðum um fríverslunarsamning landanna því af hálfu Bandaríkjamanna er forsenda slíks samnings sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur verði bættur verulega og er þar með verið að tala um afurðir eins og kjöt og mjólkurvörur. Eða var Ásmundur Einar ekki alltaf á móti innflutningi á landbúnaðarvörum? Báðar þessar þingsályktunartillögur eru dæmi um illa undirbúin og illa ígrunduð mál sem lögð eru fyrir þingið sem þar með þarf að verja tíma til umfjöllunar um þau. Það er líklega ekki nema von að traust íslensks almennings á Alþingi sé lítið?
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun