Vilja alla flokka í meirihlutasamstarf 31. maí 2010 06:00 guðrún ágústa guðmundsdóttir Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna. Samfylkingin tapaði stórt í sveitarfélaginu og missti tvo fulltrúa. Þar á meðal bæjarstjórann, Lúðvík Geirsson, sem skipaði sjötta sæti listans. Vinstri græn héldu sínum fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn bætti verulega við sig og vann tvo menn. Stóru flokkarnir eiga því hvor sína fimm fulltrúana sem setur Vinstri græn í oddastöðu með sinn eina mann. Fulltrúar þeirra hittu hina flokkana á óformlegum fundum í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins vill flokkurinn láta reyna á samstjórn allra flokkanna. Skilaboðin frá kjósendum hafi verið ákall um breytingar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti flokksins, segist mjög hugsi yfir því hve fáir mættu á kjörstað og hve margir skiluðu auðu. „Hér voru ekki nema 65% sem mættu á kjörstað og 15% af þeim sem mættu skiluðu auðu. Ef einhvern tímann eru gefin skilaboð um að hugsa hlutina upp á nýtt þá er það núna.“ Lúðvík segir niðurstöðu kosninganna mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Hann vann stórsigur í síðustu kosningum og sjö menn og stefndi að því að halda sex núna. „Við erum að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni fyrir myndun meirihluta. Jafnaðar- og félagshyggjuflokkarnir eru saman með meirihluta og mér finnst það skýr skilaboð frá kjósendum.“ Lúðvík segir vinstri flokkana hafa talað fyrir samstarfi fyrir kosningar og það ætti enn að standa. Hann vildi ekki segja hvort flokkurinn gerði kröfu um að hann yrði bæjar-stjóri. Heimildir blaðsins herma að Vinstri græn geri ráð fyrir að Guðrún verði bæjarstjóri, verði af samstjórn. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist í skýjunum eftir stórsigur flokksins. Hann segir menn opna fyrir ýmsum samstarfsmöguleikum, en ekkert sé fast í hendi ennþá. „Fólk er að ræða saman og við erum opin fyrir því að skoða ýmislegt. Það er hins vegar ekkert áþreifanlegt komið ennþá og allir möguleikar opnir.“ Taka verði tillit til þeirra skilaboða sem kjósendur gáfu í kosningunum og með lítilli þátttöku.kolbeinn@frettabladid.is lúðvík geirsson Kosningar 2010 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna. Samfylkingin tapaði stórt í sveitarfélaginu og missti tvo fulltrúa. Þar á meðal bæjarstjórann, Lúðvík Geirsson, sem skipaði sjötta sæti listans. Vinstri græn héldu sínum fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn bætti verulega við sig og vann tvo menn. Stóru flokkarnir eiga því hvor sína fimm fulltrúana sem setur Vinstri græn í oddastöðu með sinn eina mann. Fulltrúar þeirra hittu hina flokkana á óformlegum fundum í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins vill flokkurinn láta reyna á samstjórn allra flokkanna. Skilaboðin frá kjósendum hafi verið ákall um breytingar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti flokksins, segist mjög hugsi yfir því hve fáir mættu á kjörstað og hve margir skiluðu auðu. „Hér voru ekki nema 65% sem mættu á kjörstað og 15% af þeim sem mættu skiluðu auðu. Ef einhvern tímann eru gefin skilaboð um að hugsa hlutina upp á nýtt þá er það núna.“ Lúðvík segir niðurstöðu kosninganna mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Hann vann stórsigur í síðustu kosningum og sjö menn og stefndi að því að halda sex núna. „Við erum að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni fyrir myndun meirihluta. Jafnaðar- og félagshyggjuflokkarnir eru saman með meirihluta og mér finnst það skýr skilaboð frá kjósendum.“ Lúðvík segir vinstri flokkana hafa talað fyrir samstarfi fyrir kosningar og það ætti enn að standa. Hann vildi ekki segja hvort flokkurinn gerði kröfu um að hann yrði bæjar-stjóri. Heimildir blaðsins herma að Vinstri græn geri ráð fyrir að Guðrún verði bæjarstjóri, verði af samstjórn. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist í skýjunum eftir stórsigur flokksins. Hann segir menn opna fyrir ýmsum samstarfsmöguleikum, en ekkert sé fast í hendi ennþá. „Fólk er að ræða saman og við erum opin fyrir því að skoða ýmislegt. Það er hins vegar ekkert áþreifanlegt komið ennþá og allir möguleikar opnir.“ Taka verði tillit til þeirra skilaboða sem kjósendur gáfu í kosningunum og með lítilli þátttöku.kolbeinn@frettabladid.is lúðvík geirsson
Kosningar 2010 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira