Tíunda tækifæri Mickelson á árinu til að taka toppsætið af Tiger Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2010 12:30 Phil Mickelson. Mynd/AP Phil Mickelson og Steve Stricker eiga báðir möguleika á því að taka toppsæti heimslistans í golfi af Tiger Woods þegar Deutsche Bank mótinu lýkur í kvöld. Þetta verður í tíunda sinn á árinu sem Mickelson fær tækifæri til að ná í efsta sætið í fyrsta sinn á ferlinum. Tiger Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans síðan 12. júní 2005 (273 vikur) en hann er í 23. sætinu á Deutsche Bank mótinu fyrir lokadaginn. Mickelson er í öðru sæti á heimslistanum og Stricker er í 4. sæti. Þeir eru báðir meðal efstu manna á mótinu, Stricker í fjórða sæti og Mickelson í því sjötta. Phil Mickelson og Steve Stricker geta báðir farið í efsta sæti með sigri á mótinu svo framarlega sem Tiger nái ekki að bæta sína slæmu stöðu verulega. Mickelson fer á toppinn ef hann vinnur mótið, eða með því að ná öðru sæti og Tiger er ekki meðal efstu þriggja, eða ef hann endar í 3. sæti og Woods er ekki meðal níu efstu og svo loks ef hann er í fjórða sæti, Tiger nær ekki einu af 24 efstu sætunum og Stricker vinnur ekki mótið. Stricker þarf hinsvegar að vinna mótið og vonast eftir því að Mickelson verði í 4. sæti eða neðar og Woods komist ekki meðal níu efstu. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö í kvöld. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson og Steve Stricker eiga báðir möguleika á því að taka toppsæti heimslistans í golfi af Tiger Woods þegar Deutsche Bank mótinu lýkur í kvöld. Þetta verður í tíunda sinn á árinu sem Mickelson fær tækifæri til að ná í efsta sætið í fyrsta sinn á ferlinum. Tiger Woods hefur verið í efsta sæti heimslistans síðan 12. júní 2005 (273 vikur) en hann er í 23. sætinu á Deutsche Bank mótinu fyrir lokadaginn. Mickelson er í öðru sæti á heimslistanum og Stricker er í 4. sæti. Þeir eru báðir meðal efstu manna á mótinu, Stricker í fjórða sæti og Mickelson í því sjötta. Phil Mickelson og Steve Stricker geta báðir farið í efsta sæti með sigri á mótinu svo framarlega sem Tiger nái ekki að bæta sína slæmu stöðu verulega. Mickelson fer á toppinn ef hann vinnur mótið, eða með því að ná öðru sæti og Tiger er ekki meðal efstu þriggja, eða ef hann endar í 3. sæti og Woods er ekki meðal níu efstu og svo loks ef hann er í fjórða sæti, Tiger nær ekki einu af 24 efstu sætunum og Stricker vinnur ekki mótið. Stricker þarf hinsvegar að vinna mótið og vonast eftir því að Mickelson verði í 4. sæti eða neðar og Woods komist ekki meðal níu efstu. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö í kvöld.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira