Umfjöllun: Njarðvíkingar í annað sætið eftir baráttusigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2010 06:00 Nick Bradford lék vel í gærkvöldi. Mynd/Vilhelm Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknarleikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusemin gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frumkvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarðvík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokkuð auðveldlega með svona leik," sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum einasta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvitað hefðum við vilja vinna," sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljónagryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur," sagði Teitur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkurliðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick sem hrósaði Garðbæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálfara og góða leikmenn í sínu liði," sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síðustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi," sagði Nick að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknarleikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusemin gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frumkvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarðvík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokkuð auðveldlega með svona leik," sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum einasta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvitað hefðum við vilja vinna," sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljónagryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur," sagði Teitur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkurliðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick sem hrósaði Garðbæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálfara og góða leikmenn í sínu liði," sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síðustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi," sagði Nick að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum