Umfjöllun: Njarðvíkingar í annað sætið eftir baráttusigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2010 06:00 Nick Bradford lék vel í gærkvöldi. Mynd/Vilhelm Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknarleikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusemin gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frumkvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarðvík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokkuð auðveldlega með svona leik," sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum einasta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvitað hefðum við vilja vinna," sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljónagryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur," sagði Teitur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkurliðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick sem hrósaði Garðbæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálfara og góða leikmenn í sínu liði," sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síðustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi," sagði Nick að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Njarðvíkingar unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi þegar liðið vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni. Þetta var kannski ekki fallegasti sóknarleikurinn sem liðin hafa boðið upp á en baráttan og vinnusemin gaf góð fyrirheit um spennandi úrslitakeppni. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum en eru þó aðeins með tveimur stigum meira en Stjörnumenn sem sitja fjórum sætum neðar í töflunni. Njarðvíkingar byrjuðu vel, komust í 15-6 og voru með frumkvæðið nær allan leikinn þótt gestirnir úr Stjörnunni héldu sér alltaf inni í leiknum. Njarðvík var 44-35 yfir í hálfleik og virtist ætla að landa öruggum sigri þegar Stjörnumenn misstu þá Jovan Zdravevski og Djorde Pantelic út af með fimm villur á aðeins 36 sekúndum. Stjörnumenn lögðu ekki árar í bát, unnu upp forskotið og áttu möguleika á að vinna í lokin. Njarðvíkingar sluppu þó með skrekkinn og unnu fimm stiga sigur. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar kann vel við sig í úrslitakeppni-andrúmsloftinu og hann var ánægður með leikinn þótt hittnin væri léleg. „Mér fannst þetta vera skemmtilegasti leikurinn í vetur. Við Siggi töluðum um það eftir leikinn að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppni. Bæði lið hefðu unnið öll lið á landinu nokkuð auðveldlega með svona leik," sagði Teitur eftir leikinn. „Varnirnar voru geggjaðar og það var barátta í hverjum einasta strák í liðunum. Mér fannst þetta vera alveg frábært. Þetta var rosalega gaman en auðvitað hefðum við vilja vinna," sagði Teitur. Teitur á enn eftir að stýra Stjörnunni til sigurs í Ljónagryfjunni en það segir Teitur að gætu orðið slæmar fréttir fyrir Njarðvík. „Það kemur að því og ég vona Njarðvíkur vegna að við hittum þá ekki aftur," sagði Teitur. Nick Bradford er farinn að finna sig betur í Njarðvíkurliðinu og í gær var hann mest í stöðu leikstjórnanda sem kom vel út. „Ég hef spilað leikstjórnanda alla mína ævi þótt ég hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna það hér á Íslandi. Það eru örugglega einhverjar efasemdarraddir en ég hef mikla reynslu af þessari stöðu og sendingar eru minn besti kostur. Ég geri bara það sem þarf til að bæta liðið og vinna leikina," sagði Nick sem hrósaði Garðbæingum fyrir leikinn í gær. „Þetta er mjög gott lið sem lætur finna vel fyrir sér. Þeir gáfust aldrei upp þótt þeir lentu 10 til 15 stigum undir. Það sást hvað þeir eru með góðan þjálfara og góða leikmenn í sínu liði," sagði Nick sem er ánægður með þróunina hjá sínu liði. „Við erum að komast aftur í gang. Við höfum haft mikinn tíma til að æfa á síðustu dögum. Það var gott frí frá leikjum og við fengum tíma til að vinna í og laga hluti sem voru ekki í lagi," sagði Nick að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira