Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus og mikill áhrifamaður innan ítalska fótboltans í mörg ár, hefur ekki mikla trú á ítölsku liðunum AC Milan, Inter og Fiorentina í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Moggi segir að gæði ítalska boltans séu á niðurleið í samanburði við þann enska og spænska. AC Milan mætir Manchester United á morgun, Fiorentina spilar við Bayern Munchen á miðvikudaginn og Inter mætir Chelsea í næstu viku.
„Meistaradeildin hefst á nýjan leik í þessari viku og ég get ekki séð að ítalski fótboltinn sé lengur samkeppnishæfur meðal bestu fótboltaliða heima," sagði Luciano Moggi við Gold Sport og bætti síðan við:
„Við getum talist heppin ef eitt okkar liða kemst áfram," sagði Moggi.
Luciano Moggi: AC Milan, Inter og Fiorentina detta öll úr Meistaradeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn



Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti