Lambakjöts búrborgari 28. október 2010 10:31 Lambahakk er ljúffengt í hamborgara og kemur verulega á óvart. Hægt er að krydda það á mismunandi vegu og toppa með gráðaosti eða öðrum ostum og hvers konar sultum, sírópi eða chutney. Sauðkindin er til margra hluta nytsamleg og fullt búr gómsætra munnbita eins og upplifa má í þessum lambakjötsborgara þar sem punkturinn yfir i-ið er sauðaostur. „Sauðaostur passar ákaflega vel í matargerð, en þegar búið er að leggja jafn mikinn tíma og ástríðu í ost sem er handverk þarf að leyfa honum að njóta sín," segir Eirný Sigurðardóttir, ostasérfræðingur og sælkerakokkur í Búrinu í Nóatúni. „Því læt ég hann standa einan ofan á borgaranum, en hef líka prófað að para hann við hin ýmsu síróp, eins og íslenska fíflasírópið og birkisírópið. Þar nýtur hann sín dásamlega, enda saltur, rjómakenndur og sætur, og ekkert lopabragð." Eirný hefur haft á boðstólum íslenska sauðaostinn Breða frá Akurnesi í Hornafirði og á von á þriðju lögun hans í ostaborðið í desember. Eirný Sigurðardóttir er ostasérfræðingur og sælkerakokkur í Búrinu í Nóatúni. Lambakjöts búrborgariFyrir 4800 g gott lambahakk (fæst í Frú Laugu)fínt rifinn börkur af hálfri sítrónu1-2 hvítlauksrif, fínt söxuð1 lítill rauðlaukur, smátt skorinn2 msk. söxuð steinselja1 tsk. kúmenduft eða steytt kúmenfræ½ eggaldin (um 150 g)salt, pipar og smá chiliduft1 egg1 msk hveiti Byrjið á að skera eggaldin í þunnar sneiðar, setjið á ofnplötu, penslið með ólífuolíu og bakið við 180°C hita í 20 til 30 mínútur eða þar til gullið og bakað í gegn. Látið kólna, en saxið svo smátt og bætið saman við hakkið. Blandið öllu góðgætinu vel saman við hakkið og látið standa við stofuhita í hálftíma áður en steiking hefst. Mótið fjóra góða borgara og steikið á meðalheitri pönnu í 6 mínútur á hvorri hlið eða þar til gullið og steikt í gegn. Gott er að bera fram með sauðaosti, til dæmis Breða sem er dásamlegur íslenskur gráðaostur frá Akurnesi í Hornarfirði, og Rauðrófugló frá Vallanesi. Aðrir sauðaostar, eins og Manchego frá Spáni eða Pecorino frá Ítalíu, henta einnig vel, en þá verður borgarinn fyrir vikið orðinn „heimsborgari“. Hamborgarar Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sauðkindin er til margra hluta nytsamleg og fullt búr gómsætra munnbita eins og upplifa má í þessum lambakjötsborgara þar sem punkturinn yfir i-ið er sauðaostur. „Sauðaostur passar ákaflega vel í matargerð, en þegar búið er að leggja jafn mikinn tíma og ástríðu í ost sem er handverk þarf að leyfa honum að njóta sín," segir Eirný Sigurðardóttir, ostasérfræðingur og sælkerakokkur í Búrinu í Nóatúni. „Því læt ég hann standa einan ofan á borgaranum, en hef líka prófað að para hann við hin ýmsu síróp, eins og íslenska fíflasírópið og birkisírópið. Þar nýtur hann sín dásamlega, enda saltur, rjómakenndur og sætur, og ekkert lopabragð." Eirný hefur haft á boðstólum íslenska sauðaostinn Breða frá Akurnesi í Hornafirði og á von á þriðju lögun hans í ostaborðið í desember. Eirný Sigurðardóttir er ostasérfræðingur og sælkerakokkur í Búrinu í Nóatúni. Lambakjöts búrborgariFyrir 4800 g gott lambahakk (fæst í Frú Laugu)fínt rifinn börkur af hálfri sítrónu1-2 hvítlauksrif, fínt söxuð1 lítill rauðlaukur, smátt skorinn2 msk. söxuð steinselja1 tsk. kúmenduft eða steytt kúmenfræ½ eggaldin (um 150 g)salt, pipar og smá chiliduft1 egg1 msk hveiti Byrjið á að skera eggaldin í þunnar sneiðar, setjið á ofnplötu, penslið með ólífuolíu og bakið við 180°C hita í 20 til 30 mínútur eða þar til gullið og bakað í gegn. Látið kólna, en saxið svo smátt og bætið saman við hakkið. Blandið öllu góðgætinu vel saman við hakkið og látið standa við stofuhita í hálftíma áður en steiking hefst. Mótið fjóra góða borgara og steikið á meðalheitri pönnu í 6 mínútur á hvorri hlið eða þar til gullið og steikt í gegn. Gott er að bera fram með sauðaosti, til dæmis Breða sem er dásamlegur íslenskur gráðaostur frá Akurnesi í Hornarfirði, og Rauðrófugló frá Vallanesi. Aðrir sauðaostar, eins og Manchego frá Spáni eða Pecorino frá Ítalíu, henta einnig vel, en þá verður borgarinn fyrir vikið orðinn „heimsborgari“.
Hamborgarar Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið