Tim Wiese, markvörður Werder Bremen, segir að það sé ekki að marka það sem Jens Lehmann lætur frá sér.
Lehmann gagnrýndi Wiese fyrir annað markið sem hann fékk á sig í leiknum gegn Tottenham í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
„Hann á heima í Prúðuleikurunum, í sófanum eða á geðveikrahæli," mun Wiese hafa sagt við þýska fjölmiðla og gaf greinilega ekki mikið fyrir gagnrýni fyrrum landsliðsmarkvarðarins sem starfar nú sem sérfræðingur á sjónvarpsstöð í Þýskalandi.
