Erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann 31. maí 2010 03:00 „Á miðvikudaginn bjóst ég við að þetta færi svona. Þá datt af mér stressið og ég beið rólegur eftir kjördegi. Ég bjóst hins vegar ekki við þessu í janúar þegar ég ákvað að fara í þriðja sætið. Þá ætluðum við að vinna stórsigur og ná þeim gamla inn." Þetta segir Oddur Helgi Halldórsson, forvígismaður L-listans sem fékk meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri, sex af ellefu. Oddur telur margt hafa stuðlað að stórsigri L-listans. Almenn útbreidd andúð á fjórflokkunum hafi hjálpað til, auk góðra stefnumála L-listans. Sú pólitík sem hann hafi stundað í gegnum árin hafi líka haft sitt að segja. „Mín störf eru þekkt. Ég stend fyrir heiðarleika og er sjálfum mér samkvæmur." Hann segir að meðal fyrstu verka verði að auglýsa eftir bæjarstjóra, auk þess sem líklega verði ráðist í aðgerðir til að mæta miklu atvinnuleysi í bænum. Ekki standi til að ráðast í stórkostlegar breytingar á fyrstu dögunum. „Við erum skynsöm og ætlum ekki að ráðast inn í ráðhúsið með hausinn á undan okkur og ryðja til borðum og stólum. Við förum varlega í hlutina. Við erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann." Geir Kristinn Aðalsteinsson, sem skipaði fyrsta sæti L-listans, þakkar vandaðri og málefnalegri kosningabaráttu árangurinn. Hann hrósar líka öllu því fólki sem kom að verki. Það hafi lagt mjög hart að sér undanfarnar vikur og mánuði. Geir segir L-lista fólk vera samvinnufólk. Ekki standi til að einoka eitt né neitt heldur verði horft til samvinnu með öðrum flokkum. Kosningar 2010 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Á miðvikudaginn bjóst ég við að þetta færi svona. Þá datt af mér stressið og ég beið rólegur eftir kjördegi. Ég bjóst hins vegar ekki við þessu í janúar þegar ég ákvað að fara í þriðja sætið. Þá ætluðum við að vinna stórsigur og ná þeim gamla inn." Þetta segir Oddur Helgi Halldórsson, forvígismaður L-listans sem fékk meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri, sex af ellefu. Oddur telur margt hafa stuðlað að stórsigri L-listans. Almenn útbreidd andúð á fjórflokkunum hafi hjálpað til, auk góðra stefnumála L-listans. Sú pólitík sem hann hafi stundað í gegnum árin hafi líka haft sitt að segja. „Mín störf eru þekkt. Ég stend fyrir heiðarleika og er sjálfum mér samkvæmur." Hann segir að meðal fyrstu verka verði að auglýsa eftir bæjarstjóra, auk þess sem líklega verði ráðist í aðgerðir til að mæta miklu atvinnuleysi í bænum. Ekki standi til að ráðast í stórkostlegar breytingar á fyrstu dögunum. „Við erum skynsöm og ætlum ekki að ráðast inn í ráðhúsið með hausinn á undan okkur og ryðja til borðum og stólum. Við förum varlega í hlutina. Við erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann." Geir Kristinn Aðalsteinsson, sem skipaði fyrsta sæti L-listans, þakkar vandaðri og málefnalegri kosningabaráttu árangurinn. Hann hrósar líka öllu því fólki sem kom að verki. Það hafi lagt mjög hart að sér undanfarnar vikur og mánuði. Geir segir L-lista fólk vera samvinnufólk. Ekki standi til að einoka eitt né neitt heldur verði horft til samvinnu með öðrum flokkum.
Kosningar 2010 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira