Barist um bensíndropann 15. júní 2010 06:00 Orkan Lítrinn er fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar. Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann. Sautján króna munur var á hæsta og lægsta verði á 95 oktana bensíni á Suðurlandi í gær. Munurinn var minni í öðrum landshlutum. „Menn byrja að lækka þegar styttist í ferðamannatímann. Einn byrjar og svo fylgja hinir á eftir,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann bendir á að lægsta verðið hafi í nokkur ár verið í Hveragerði. Það hafi teygt sig yfir til Selfoss. Þar er stutt á milli bensínstöðva og samkeppnin eftir því hörð. Þaðan hafi samkeppnin færst víðar, svo sem á Vesturland. Enginn verðmunur er nú á milli stærstu mönnuðu stöðvanna og ómannaðra. Í uppsveitum Árnessýslu þar sem samkeppnin er minni, er fullt listaverð í gildi. „Ef ekki væri fyrir blússandi verðstríð væri verðið nær tvö hundruð krónum á lítrann,“ segir Hermann. Hann reiknar með stöðugu verði í sumar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og Hermann; lægsta bensínverðið einskorðist við Suðurland. Þar sé stutt á milli stöðva og samkeppnisaðilar komist síður upp með verðhækkun. Hann segir svipað hafa gerst í Borgarnesi. Lítrinn er nú um fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar á landinu, þar sem hann kostar um 190 krónur. - sv, jab Fréttir Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann. Sautján króna munur var á hæsta og lægsta verði á 95 oktana bensíni á Suðurlandi í gær. Munurinn var minni í öðrum landshlutum. „Menn byrja að lækka þegar styttist í ferðamannatímann. Einn byrjar og svo fylgja hinir á eftir,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann bendir á að lægsta verðið hafi í nokkur ár verið í Hveragerði. Það hafi teygt sig yfir til Selfoss. Þar er stutt á milli bensínstöðva og samkeppnin eftir því hörð. Þaðan hafi samkeppnin færst víðar, svo sem á Vesturland. Enginn verðmunur er nú á milli stærstu mönnuðu stöðvanna og ómannaðra. Í uppsveitum Árnessýslu þar sem samkeppnin er minni, er fullt listaverð í gildi. „Ef ekki væri fyrir blússandi verðstríð væri verðið nær tvö hundruð krónum á lítrann,“ segir Hermann. Hann reiknar með stöðugu verði í sumar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og Hermann; lægsta bensínverðið einskorðist við Suðurland. Þar sé stutt á milli stöðva og samkeppnisaðilar komist síður upp með verðhækkun. Hann segir svipað hafa gerst í Borgarnesi. Lítrinn er nú um fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar á landinu, þar sem hann kostar um 190 krónur. - sv, jab
Fréttir Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira