Umfjöllun: Njarðvík sá glitta í sigur en Keflavík kláraði dæmið Elvar Geir Magnússon skrifar 22. nóvember 2010 22:39 Hörður Axel Vilhjálmsson. Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd. Þeir voru greinilega með blóðbragð í munninum í þessum leik en slæmar ákvarðanatökur í lokin gerðu það að verkum að þeir yfirgáfu sláturhúsið tómhentir. Keflvíkingar hafa nú tíu stig en Njarðvíkingar eru aðeins með fjögur, þeirra versta byrjun í úrvalsdeild. Baráttan var allsráðandi í leiknum í kvöld. Vel var mætt á leikinn, þétt setið en stemningin í stúkunni hefði þó mátt vera mun betri. Villurnar léku Njarðvíkinga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundarsonar. Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur í Njarðvíkurbúninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum var hann ekki lengi að setja sín fyrstu stig. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsilegri þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði þá féll stemningin með heimamönnum. Lokamínútan var gríðarlega spennandi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu, tóku nokkrar dýrkeyptar ákvarðanir svo heimasigur varð staðreynd. Sex stiga sigur Keflvíkinga. Maður leiksins var Serbinn Lazar Trifunovic hjá Keflavík sem skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Trifunovic hefur heldur betur reynst Keflvíkingum happafengur síðan hann mætti til landsins. Keflavík-Njarðvík 78-72 (24-14, 13-20, 22-21, 19-17) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 27 (15 fráköst), Valentino Maxwell 16 (4 fráköst/3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 fráköst/3 varin skot), Hörður Axel Vilhjálmsson 11 (6 fráköst/7 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15 (10 fráköst/6 varin skot), Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6 (6 fráköst), Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6 (4 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29 Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd. Þeir voru greinilega með blóðbragð í munninum í þessum leik en slæmar ákvarðanatökur í lokin gerðu það að verkum að þeir yfirgáfu sláturhúsið tómhentir. Keflvíkingar hafa nú tíu stig en Njarðvíkingar eru aðeins með fjögur, þeirra versta byrjun í úrvalsdeild. Baráttan var allsráðandi í leiknum í kvöld. Vel var mætt á leikinn, þétt setið en stemningin í stúkunni hefði þó mátt vera mun betri. Villurnar léku Njarðvíkinga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundarsonar. Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur í Njarðvíkurbúninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum var hann ekki lengi að setja sín fyrstu stig. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsilegri þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði þá féll stemningin með heimamönnum. Lokamínútan var gríðarlega spennandi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu, tóku nokkrar dýrkeyptar ákvarðanir svo heimasigur varð staðreynd. Sex stiga sigur Keflvíkinga. Maður leiksins var Serbinn Lazar Trifunovic hjá Keflavík sem skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Trifunovic hefur heldur betur reynst Keflvíkingum happafengur síðan hann mætti til landsins. Keflavík-Njarðvík 78-72 (24-14, 13-20, 22-21, 19-17) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 27 (15 fráköst), Valentino Maxwell 16 (4 fráköst/3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 fráköst/3 varin skot), Hörður Axel Vilhjálmsson 11 (6 fráköst/7 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15 (10 fráköst/6 varin skot), Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6 (6 fráköst), Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6 (4 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29 Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29
Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25