Vill að sérsveitin fái að beita rafbyssum 3. desember 2010 05:45 Lögreglumaður Fái íslenska sérsveitin að bera rafbyssur við skyldustörf mun hún feta í fótspor hollenskra sérsveitarmanna, en tilraun þeirra með notkun vopnanna hefur staðið frá því á síðasta ári, þegar þessi mynd var tekin.Nordicphotos/AFP Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. Alls voru 108 ofbeldisbrot framin gegn lögreglumönnum á síðasta ári. Fram kemur í skýrslunni að heldur hafi dregið úr fjölda brota af þessu tagi. Árið 2008 voru brotin 118 talsins, og 120 árið 2007. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að á Norðurlöndunum hafi aðeins lögreglan í Finnlandi tekið upp notkun á rafbyssum. Í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem rafbyssur hafa verið hvað mest notaðar, hafa tæplega 300 látist af þeirra völdum. „Sé tekið mið af þessum þáttum og því að brotum hefur ekki fjölgað umtalsvert á Íslandi, fækkað ef eitthvað er, þá er það mat ríkislögreglustjóra að slík tæki eigi ekki að taka í almenna notkun á Íslandi. Hins vegar sé vert að kanna hvort sérsveitin eigi að prófa frekar þessi tæki og hafa sem hluta af sínum staðalbúnaði tímabundið,“ segir í skýrslunni. Verði almennum lögreglumönnum heimilað að bera rafbyssur og beita þeim gæti það leitt til þess að byssurnar yrðu notaðar sem tæki til að kalla fram hlýðni fólks, líkt og reynsla Bandaríkjamanna hefur leitt í ljós, segir í skýrslunni. „Slíkt myndi leiða til lakara trausts til lögreglunnar og gera henni þar með erfiðara fyrir við að leysa þau verkefni sem henni er ætlað í samfélaginu,“ segir þar. Ríkislögreglustjóri telur ekki þörf á að breyta reglum um búnað lögreglumanna til að þeir geti borið rafbyssur og beitt þeim. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. Alls voru 108 ofbeldisbrot framin gegn lögreglumönnum á síðasta ári. Fram kemur í skýrslunni að heldur hafi dregið úr fjölda brota af þessu tagi. Árið 2008 voru brotin 118 talsins, og 120 árið 2007. Í skýrslu ríkislögreglustjóra er bent á að á Norðurlöndunum hafi aðeins lögreglan í Finnlandi tekið upp notkun á rafbyssum. Í Bandaríkjunum og Kanada, þar sem rafbyssur hafa verið hvað mest notaðar, hafa tæplega 300 látist af þeirra völdum. „Sé tekið mið af þessum þáttum og því að brotum hefur ekki fjölgað umtalsvert á Íslandi, fækkað ef eitthvað er, þá er það mat ríkislögreglustjóra að slík tæki eigi ekki að taka í almenna notkun á Íslandi. Hins vegar sé vert að kanna hvort sérsveitin eigi að prófa frekar þessi tæki og hafa sem hluta af sínum staðalbúnaði tímabundið,“ segir í skýrslunni. Verði almennum lögreglumönnum heimilað að bera rafbyssur og beita þeim gæti það leitt til þess að byssurnar yrðu notaðar sem tæki til að kalla fram hlýðni fólks, líkt og reynsla Bandaríkjamanna hefur leitt í ljós, segir í skýrslunni. „Slíkt myndi leiða til lakara trausts til lögreglunnar og gera henni þar með erfiðara fyrir við að leysa þau verkefni sem henni er ætlað í samfélaginu,“ segir þar. Ríkislögreglustjóri telur ekki þörf á að breyta reglum um búnað lögreglumanna til að þeir geti borið rafbyssur og beitt þeim. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira