Massa vill hafa áhrif í titilslagnum 19. október 2010 15:37 Felipe Massa hefur ekki gengið vel að undanförnu, en stefnir á góðan árangur í lokamótunum þremur. Felipe Massa hjá Ferrari ætlar að gera sitt besta í Suður Kóreu um n æstu helgi til aðstoðar Ferrari í titilslagnum, en Fernando Alonso hjá Ferrari er í öðru sæti í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel sem ekur með Red Bull. Báðir eru 14 stigum á eftir Mark Webber hjá Red Bull í stigakeppninni. Red Bull er í forystu í stigamóti bílasmiða, á undan Mercedes og Ferrari. Massa ræðir málin á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Ég var heima í Brasilíu í eina viku og notaði tímann vel til að undibúa mig eins og kostur er fyrir þrjú síðustu mótin. Þau verða mikilvæg fyrir mig persónulega, þar sem það gekk ekki vel hjá mér í tveimur síðustu mótunum. Hinsvegar, sem er mikilvægara, þá mun ég reyna að ná í sem flest stig til að hjálpa Ferrari í báðum stigamótum", sagði Massa á vefsíðu Ferrari. "Markmið mitt þessa helgina er að ná góðum árangri í tímatökum á laugardag og síðan í keppninni. Ég vill vera í miðri baráttunni um titilinn milli ökumannanna fimm sem eru að keppa um titilinn. Það er það besta sem ég get gert fyrir Ferrari og Fernando á lokasprettinum." "Ég veit að allir í liðinu, á brautinni og í bækistöðvunum er í rétt gírnum fyrir þrjú síðustu mótin og ég er kappsfullur að gera mitt besta", sagði Massa. Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari ætlar að gera sitt besta í Suður Kóreu um n æstu helgi til aðstoðar Ferrari í titilslagnum, en Fernando Alonso hjá Ferrari er í öðru sæti í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel sem ekur með Red Bull. Báðir eru 14 stigum á eftir Mark Webber hjá Red Bull í stigakeppninni. Red Bull er í forystu í stigamóti bílasmiða, á undan Mercedes og Ferrari. Massa ræðir málin á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Ég var heima í Brasilíu í eina viku og notaði tímann vel til að undibúa mig eins og kostur er fyrir þrjú síðustu mótin. Þau verða mikilvæg fyrir mig persónulega, þar sem það gekk ekki vel hjá mér í tveimur síðustu mótunum. Hinsvegar, sem er mikilvægara, þá mun ég reyna að ná í sem flest stig til að hjálpa Ferrari í báðum stigamótum", sagði Massa á vefsíðu Ferrari. "Markmið mitt þessa helgina er að ná góðum árangri í tímatökum á laugardag og síðan í keppninni. Ég vill vera í miðri baráttunni um titilinn milli ökumannanna fimm sem eru að keppa um titilinn. Það er það besta sem ég get gert fyrir Ferrari og Fernando á lokasprettinum." "Ég veit að allir í liðinu, á brautinni og í bækistöðvunum er í rétt gírnum fyrir þrjú síðustu mótin og ég er kappsfullur að gera mitt besta", sagði Massa.
Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira