Sagan, slakt gengi og væntingarnar drógu Mourinho til Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2010 13:30 José Mourinho er nýi kóngurinn af Real Madrid. Mynd/AFP José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. „Ég veit ekki hvort ég var fæddur til að þjálfa Real Madrid en ég var fæddur til að vera fótboltaþjálfari og ég elska alvöru verkefni," sagði José Mourinho á blaðamannafundinum. „Ég er José Mourinho og ég breytist ekkert. Ég kem hingað með alla mína kosti og alla mína galla. Ég kem til Real Madrid vegna sögunnar, vegna slaks gengis undanfarin ár og vegna væntinganna sem eru bornar til liðsins. Þetta er einstakt félag og ef maður hefur ekki þjálfað Real Madrid þá má segja að það vanti eitthvað á þjálfaraferilinn," sagði José Mourinho. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og ég er stoltur af því að vera kominn hingað. Ég er mjög spenntur og ég vona að leikmennirnir mínir séu það líka. Það er sem er mest spennandi er ekki að æfa eða spila með Real heldur að vinna með Real," sagði Mourinho. Mourinho er ekki hræddur um að vera rekinn frá Real Madrid eins og margir þjálfarar félagsins á undan honum. „Allir þjálfarar geta búist við því að vera reknir. En ef að þjálfari óttast það að vera rekinn þá truflar það hans vinnu og skapar vandamál. Ég er þjálfari með mikið sjálfstraust og hugsa ekkert um það hvort ég verð rekinn eða ekki," sagði Mourinho. „Fjögur ár er nóg til þess að vinna og byggja upp sterkt lið fyrir nútíð og framtíð. Ég er ekki ánægður með að Pellegrini hafi verið rekinn og er aldrei ánægður með það þegar þjálfari er rekinn. Svona er bara fótboltinn," sagði Mourinho. „Ég hef mikla trú á mínu nýju leikmönnum og ég vona að þeir hafi líka trú á mér. Það sem er mikilvægast er þó ekki leikmennirnir eða þjálfarinn heldur hvernig allir vinna saman. Ef við vinnum saman þá verður ekki erfitt að ná góðum úrslitum," sagði Mourinho og hann sagðist ekki vera í vafa um að honum tækist auðveldlega að sannfæra Cristiano Ronaldo um að vera á sömu blaðsíðu og aðrir i Real-liðinu. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira
José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. „Ég veit ekki hvort ég var fæddur til að þjálfa Real Madrid en ég var fæddur til að vera fótboltaþjálfari og ég elska alvöru verkefni," sagði José Mourinho á blaðamannafundinum. „Ég er José Mourinho og ég breytist ekkert. Ég kem hingað með alla mína kosti og alla mína galla. Ég kem til Real Madrid vegna sögunnar, vegna slaks gengis undanfarin ár og vegna væntinganna sem eru bornar til liðsins. Þetta er einstakt félag og ef maður hefur ekki þjálfað Real Madrid þá má segja að það vanti eitthvað á þjálfaraferilinn," sagði José Mourinho. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og ég er stoltur af því að vera kominn hingað. Ég er mjög spenntur og ég vona að leikmennirnir mínir séu það líka. Það er sem er mest spennandi er ekki að æfa eða spila með Real heldur að vinna með Real," sagði Mourinho. Mourinho er ekki hræddur um að vera rekinn frá Real Madrid eins og margir þjálfarar félagsins á undan honum. „Allir þjálfarar geta búist við því að vera reknir. En ef að þjálfari óttast það að vera rekinn þá truflar það hans vinnu og skapar vandamál. Ég er þjálfari með mikið sjálfstraust og hugsa ekkert um það hvort ég verð rekinn eða ekki," sagði Mourinho. „Fjögur ár er nóg til þess að vinna og byggja upp sterkt lið fyrir nútíð og framtíð. Ég er ekki ánægður með að Pellegrini hafi verið rekinn og er aldrei ánægður með það þegar þjálfari er rekinn. Svona er bara fótboltinn," sagði Mourinho. „Ég hef mikla trú á mínu nýju leikmönnum og ég vona að þeir hafi líka trú á mér. Það sem er mikilvægast er þó ekki leikmennirnir eða þjálfarinn heldur hvernig allir vinna saman. Ef við vinnum saman þá verður ekki erfitt að ná góðum úrslitum," sagði Mourinho og hann sagðist ekki vera í vafa um að honum tækist auðveldlega að sannfæra Cristiano Ronaldo um að vera á sömu blaðsíðu og aðrir i Real-liðinu.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Sjá meira