ÍR gerði sér lítið fyrir í gær og nældi í sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með því að leggja Grindavík í Seljaskóla.
Grindavík var að berjast um deildarmeistaratitilinn við KR en sá möguleiki rann þeim úr greipum með tapinu.
Anton Brink Hansen, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Seljaskólanum í gær og myndaði hasarinn á vellinum.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.