Fréttaskýring: Um hvað snúast fundahöld stjórnmálaflokka um helgina? 24. júní 2010 06:00 Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra. Þrír stærstu flokkarnir á þingi funda um helgina. Fundir VG og Samfylkingar eru öðrum þræði til að bregðast við sveitarstjórnarkosningum en fundur Sjálfstæðisflokks var ákveðinn til að kjósa varaformann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum. Aukalandsfundur sjálfstæðismanna verður langstærsti fundur helgarinnar, þar sem allt að 1.500 manns hafa rétt til að sitja fundinn og kjósa um ályktanir. Á síðasta landsfundi voru um 1.700 fulltrúar. „Tilefnið er varaformannskjörið en síðan á að vinna málefnastarf og kynna og ganga frá stjórnmálaályktun, það er að segja stefnu flokksins gagnvart þjóðmálunum eins og þau blasa við núna," segir Jónmundur Guðmarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Enginn varaformaður hefur verið í flokknum síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér í apríl. Jónmundur vonast eftir góðum tillögum um hvernig flokkurinn eigi að horfa fram á veginn. Meðal annars búist hann við afgreiðslu á nýrri jafnréttisstefnu flokksins. Svokallaður viðbragðshópur flokksins á að fara yfir stjórnmálaástandið almennt, meðal annars rannsóknarskýrslu Alþingis. Hugsanlegar breytingar á innra starfi flokksins, sem verða ræddar, taki meðal annars mið af því. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga eru ekki sérstakur dagskrárliður á fundunum en Jónmundur segir að búast megi við almennri umræðu um þær í stjórnmálaumræðunum. Samfylking fundar þriðja sinniSigrún JónsdóttirÞriðji flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar á þessu ári hefst á laugardag klukkan 10 þar sem Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur greinir úrslit sveitarstjórnarkosninga. Samfylkingarfólk er ekki beinlínis sigri hrósandi eftir þær. Fundurinn er öllum opinn en um 200 manns hafa sérstakan setu- og atkvæðarétt á honum. Um 200 manns mæta allajafna á þessa fundi. Að erindi Ólafs loknu taka við málstofur um stöðu Samfylkingarinnar. Niðurstöður úr þeim verða sendar til framkvæmdastjórnar og umbótanefndar flokksins, nefndarinnar sem á að gera upp þátt Samfylkingar í hruninu. Rannsóknarskýrsla Alþingis verður rædd í einni málstofunni, en Samfylkingin hélt sérstakan fund um skýrsluna í apríl. Þá verður kynning á starfi umbótanefndar flokksins. „Ég á von á málefnalegum fundi þar sem verða umræður um stöðu og störf Samfylkingarinnar," segir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, spurð hvort hún búist við líflegum umræðum eða jafnvel átökum um helgina. Uppgjörsfundur VGDrífa SnædalFlokksráðsfundur VG er kallaður „uppgjörsfundur" á skrifstofu flokksins. Farið verður yfir stöðuna eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Einnig verður rætt um rannsóknarskýrslu Alþingis, en það er í fyrsta skipti sem flokkurinn gerir það sem slíkur. Umræða um skýrsluna hefur einskorðast við umræðu í einstaka félögum. Farið verður yfir ályktanir sem koma fyrir fundinn og má búast við einhverju fréttnæmu í þeim efnum, miðað við síðasta flokksráðsfund, sem var á Akureyri í janúar. Þá var meðal annars lagt til við fundinn að hætt yrði við samstarf við AGS og umsókn að ESB yrði dregin til baka. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að málefnin verði sérstaklega tekin fyrir á málefnaþingi í haust, en á fundinum um helgina verði lagðar línurnar fyrir næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum. VG hafi bætt við sig mörgum nýjum sveitarstjórnarmönnum sem geti þarna hitt eldri kollega sína. Á fundinum, sem er æðsta vald flokksins milli landsfunda, hafa um eitt hundrað manns atkvæðarétt. Búist er við að um 100 til 120 manns mæti. Ályktanir verða gerðar opinberar að fundi loknum og vísað til þar til bærra flokksstofnana. klemens@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um helgina, auk flokksráðsfunda Samfylkingarinnar og Samfylkingarinnar. Á fundunum verður meðal annars rætt um niðurstöður rannsóknarskýrslu Alþingis og niðurstöðu sveitarstjórnarkosninganna, þar sem allir hefðbundir flokkar töpuðu fylgi frá kosningunum fyrir fjórum"arum. Aukalandsfundur sjálfstæðismanna verður langstærsti fundur helgarinnar, þar sem allt að 1.500 manns hafa rétt til að sitja fundinn og kjósa um ályktanir. Á síðasta landsfundi voru um 1.700 fulltrúar. „Tilefnið er varaformannskjörið en síðan á að vinna málefnastarf og kynna og ganga frá stjórnmálaályktun, það er að segja stefnu flokksins gagnvart þjóðmálunum eins og þau blasa við núna," segir Jónmundur Guðmarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Enginn varaformaður hefur verið í flokknum síðan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér í apríl. Jónmundur vonast eftir góðum tillögum um hvernig flokkurinn eigi að horfa fram á veginn. Meðal annars búist hann við afgreiðslu á nýrri jafnréttisstefnu flokksins. Svokallaður viðbragðshópur flokksins á að fara yfir stjórnmálaástandið almennt, meðal annars rannsóknarskýrslu Alþingis. Hugsanlegar breytingar á innra starfi flokksins, sem verða ræddar, taki meðal annars mið af því. Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga eru ekki sérstakur dagskrárliður á fundunum en Jónmundur segir að búast megi við almennri umræðu um þær í stjórnmálaumræðunum. Samfylking fundar þriðja sinniSigrún JónsdóttirÞriðji flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar á þessu ári hefst á laugardag klukkan 10 þar sem Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur greinir úrslit sveitarstjórnarkosninga. Samfylkingarfólk er ekki beinlínis sigri hrósandi eftir þær. Fundurinn er öllum opinn en um 200 manns hafa sérstakan setu- og atkvæðarétt á honum. Um 200 manns mæta allajafna á þessa fundi. Að erindi Ólafs loknu taka við málstofur um stöðu Samfylkingarinnar. Niðurstöður úr þeim verða sendar til framkvæmdastjórnar og umbótanefndar flokksins, nefndarinnar sem á að gera upp þátt Samfylkingar í hruninu. Rannsóknarskýrsla Alþingis verður rædd í einni málstofunni, en Samfylkingin hélt sérstakan fund um skýrsluna í apríl. Þá verður kynning á starfi umbótanefndar flokksins. „Ég á von á málefnalegum fundi þar sem verða umræður um stöðu og störf Samfylkingarinnar," segir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, spurð hvort hún búist við líflegum umræðum eða jafnvel átökum um helgina. Uppgjörsfundur VGDrífa SnædalFlokksráðsfundur VG er kallaður „uppgjörsfundur" á skrifstofu flokksins. Farið verður yfir stöðuna eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Einnig verður rætt um rannsóknarskýrslu Alþingis, en það er í fyrsta skipti sem flokkurinn gerir það sem slíkur. Umræða um skýrsluna hefur einskorðast við umræðu í einstaka félögum. Farið verður yfir ályktanir sem koma fyrir fundinn og má búast við einhverju fréttnæmu í þeim efnum, miðað við síðasta flokksráðsfund, sem var á Akureyri í janúar. Þá var meðal annars lagt til við fundinn að hætt yrði við samstarf við AGS og umsókn að ESB yrði dregin til baka. Drífa Snædal, framkvæmdastýra flokksins, segir að málefnin verði sérstaklega tekin fyrir á málefnaþingi í haust, en á fundinum um helgina verði lagðar línurnar fyrir næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum. VG hafi bætt við sig mörgum nýjum sveitarstjórnarmönnum sem geti þarna hitt eldri kollega sína. Á fundinum, sem er æðsta vald flokksins milli landsfunda, hafa um eitt hundrað manns atkvæðarétt. Búist er við að um 100 til 120 manns mæti. Ályktanir verða gerðar opinberar að fundi loknum og vísað til þar til bærra flokksstofnana. klemens@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira