Hörð gagnrýni á þjóðnýtingu Glitnis 13. apríl 2010 03:45 Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg. Þjóðnýting Glitnis er harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Spjótum nefndarinnar er bæði beint að bankastjórn Seðlabankans og ráðherrum ríkisstjórnarinnar.Seðlabankinn aflaði ekki nauðsynlegra gagna um stöðu Glitnis og lagði ekki mat á hugsanleg viðbrögð markaðarins og þá hættu sem þjóðnýtingin gat haft í för með sér fyrir fjármálakerfið. Seðlabankinn hafði í raun ekki forsendur til að meta hvort leiðin sem hann lagði til að ríkisstjórnin færi í málinu væri forsvaranleg, segir í skýrslunni. Atburðarásin hófst 25. september, á fundi þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, óskaði munnlega eftir aðstoð Seðlabankans við Glitni vegna erfiðleika bankans við að standa í skilum með lán sem voru þá að komast á gjalddaga innan skamms. Við meðferð málsins var ekki fylgt eigin áætlun Seðlabankans um viðbrögð við lausafjárvanda og veitingu svonefndra þrautarvaralána til fjármálafyrirtækja. „Seðlabankinn leitaði ekki til viðeigandi sérfræðinga bankans og þeir sérfræðingar sem þó unnu að undirbúningi og mati á málinu voru flestir kallaðir til síðla sunnudagsins 28. september," segir í skýrslunni. Þá var í raun búið að taka ákvörðun um að ríkið eignaðist 75% hlutafé í bankanum. Það var tilkynnt eigendum Glitnis þá um nóttina og almenningi daginn eftir. Í skýrslunni segir að lítill gaumur hafi verið gefinn að því að meta trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til gagnvart erlendum lánveitendum og aðilum á markaði. Það sé ámælisvert. „Ekki er að sjá að líkur á hugsanlegri gjaldfellingu hafi verið metnar á rökstuddan hátt af Seðlabanka Íslands," segir í skýrslunni. „Stjórnendum Seðlabankans mátti sem sérfróðum aðilum á þessu sviði vera ljóst að veruleg hætta væri á að inngrip ríkisins í Glitni, með þeim hætti sem lagt var til, yrði talin ótrúverðug aðgerð." Auk bankastjórnar Seðlabankans sýndu ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde af sér vanrækslu, segir í skýrslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafði óskað eftir því að Össur Skarphéðinsson, en ekki Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, tæki þátt í afgreiðslu á málum Glitnis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir það bar bæði Geir, sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar, og einnig Árna M. Mathiesen, skylda til að sjá um að Björgvin væri upplýstur um málið. Nefndin vísar í þessu sambandi til stjórnarskrárákvæða og reglugerðar um stjórnarráð Íslands. „Málefni er varða fjármálafyrirtæki eins og Glitni heyrðu á þessum tíma undir málefnasvið viðskiptaráðherra," segir í skýrslunni. Viðskiptaráðherrann frétti hins vegar af málinu fyrir tilviljun þegar það var á lokastigi að kvöldi sunnudagsins 28. september. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg. Þjóðnýting Glitnis er harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Spjótum nefndarinnar er bæði beint að bankastjórn Seðlabankans og ráðherrum ríkisstjórnarinnar.Seðlabankinn aflaði ekki nauðsynlegra gagna um stöðu Glitnis og lagði ekki mat á hugsanleg viðbrögð markaðarins og þá hættu sem þjóðnýtingin gat haft í för með sér fyrir fjármálakerfið. Seðlabankinn hafði í raun ekki forsendur til að meta hvort leiðin sem hann lagði til að ríkisstjórnin færi í málinu væri forsvaranleg, segir í skýrslunni. Atburðarásin hófst 25. september, á fundi þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, óskaði munnlega eftir aðstoð Seðlabankans við Glitni vegna erfiðleika bankans við að standa í skilum með lán sem voru þá að komast á gjalddaga innan skamms. Við meðferð málsins var ekki fylgt eigin áætlun Seðlabankans um viðbrögð við lausafjárvanda og veitingu svonefndra þrautarvaralána til fjármálafyrirtækja. „Seðlabankinn leitaði ekki til viðeigandi sérfræðinga bankans og þeir sérfræðingar sem þó unnu að undirbúningi og mati á málinu voru flestir kallaðir til síðla sunnudagsins 28. september," segir í skýrslunni. Þá var í raun búið að taka ákvörðun um að ríkið eignaðist 75% hlutafé í bankanum. Það var tilkynnt eigendum Glitnis þá um nóttina og almenningi daginn eftir. Í skýrslunni segir að lítill gaumur hafi verið gefinn að því að meta trúverðugleika þeirra aðgerða sem Seðlabankinn lagði til gagnvart erlendum lánveitendum og aðilum á markaði. Það sé ámælisvert. „Ekki er að sjá að líkur á hugsanlegri gjaldfellingu hafi verið metnar á rökstuddan hátt af Seðlabanka Íslands," segir í skýrslunni. „Stjórnendum Seðlabankans mátti sem sérfróðum aðilum á þessu sviði vera ljóst að veruleg hætta væri á að inngrip ríkisins í Glitni, með þeim hætti sem lagt var til, yrði talin ótrúverðug aðgerð." Auk bankastjórnar Seðlabankans sýndu ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde af sér vanrækslu, segir í skýrslunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafði óskað eftir því að Össur Skarphéðinsson, en ekki Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, tæki þátt í afgreiðslu á málum Glitnis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir það bar bæði Geir, sem verkstjóra ríkisstjórnarinnar, og einnig Árna M. Mathiesen, skylda til að sjá um að Björgvin væri upplýstur um málið. Nefndin vísar í þessu sambandi til stjórnarskrárákvæða og reglugerðar um stjórnarráð Íslands. „Málefni er varða fjármálafyrirtæki eins og Glitni heyrðu á þessum tíma undir málefnasvið viðskiptaráðherra," segir í skýrslunni. Viðskiptaráðherrann frétti hins vegar af málinu fyrir tilviljun þegar það var á lokastigi að kvöldi sunnudagsins 28. september. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira