Stórlaxar og smásíli Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 14. janúar 2010 06:00 Ímynd Íslands út á við er ekki svo glæst þessa dagana. Heimspressan keppist við að flytja fréttir af því hversu mikið endemis óreiðufólk við séum í fjármálum og nú ætlum við ekki einu sinni að borga til baka peninga sem okkur voru lánaðir! Íslendingar eru útmálaðir sem hrappar sem ekki sé á treystandi. Það er ekki gott. Þessari umræðu þarf að snúa við og sveipa Ísland aftur þeirri ímynd að hér búi þjóð sem heimsbyggðin geti ekki verið án, stórhuga víkingar, stórlaxar og athafnafólk sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. Vorum við ekki einu sinni best í heimi!? Bla bla… Þetta er auðvitað hugsunarhátturinn sem kom okkur í þessar ógöngur til að byrja með. Mikilmennskubrjálæði, stælar og vitleysa. Spéfuglinn Ari Eldjárn hitti naglann á höfuðið þegar hann lýsti þjóðinni í uppistandi um daginn, eins og óþolandi og ofvirkum litlum bróður í samfélagi þjóðanna, sem heldur að hann komist upp með allt. Ætli okkur væri ekki nær að lækka í okkur rostann og byrja uppbyggingu ímyndarinnar á raunhæfum nótum. Byrja smátt og skipta stórlöxunum út fyrir smásíli. Fyrir stuttu rakst ég einmitt á skemmtilega fyrirsögn hér í Fréttablaðinu sem lofaði góðu og gæti markað upphafið í endurreisn ímyndar landsins: Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs, hvorki meira né minna. Það skyldi þó aldrei vera að það yrðu hornsílin sem kæmu okkur aftur á kortið. Auðvitað hafa íslenskir vísindamenn alltaf verið að gera merkar uppgötvanir, hvort sem það er á þróun hornsíla gegnum aldirnar eða einhverju öðru, það fór bara ekki eins mikið fyrir þeim og „vísindamönnunum" í fjármálageiranum sem óðu uppi. Hér hefur alltaf verið fullt af færu fólki sem barst ekki alveg eins mikið á en vann sína vinnu. Nú blómstrar það en í gær las ég aðra frétt hér í blaðinu sem sagði frá hópi hönnuða sem vildi byggja upp orðspor íslenska tískuiðnaðarins en það þótti taka dýfu fyrir nokkru þegar illa var haldið á spöðunum. Íslenskir hönnuðir búa ekki að aldarlangri hefð í faginu eins og margar aðrar þjóðir en það hefur ekki haldið aftur af þeim. Það er frekar að þeir hafi nýtt sér þá sérstöðu í sköpun sinni þannig að íslensk hönnun er eftirtektarverð. Svona byrjar þetta í rólegheitunum og smám saman byggist ímyndin upp aftur á réttum forsendum. Enginn gusugangur í stórlöxum, hornsílin vita hvað þau syngja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun
Ímynd Íslands út á við er ekki svo glæst þessa dagana. Heimspressan keppist við að flytja fréttir af því hversu mikið endemis óreiðufólk við séum í fjármálum og nú ætlum við ekki einu sinni að borga til baka peninga sem okkur voru lánaðir! Íslendingar eru útmálaðir sem hrappar sem ekki sé á treystandi. Það er ekki gott. Þessari umræðu þarf að snúa við og sveipa Ísland aftur þeirri ímynd að hér búi þjóð sem heimsbyggðin geti ekki verið án, stórhuga víkingar, stórlaxar og athafnafólk sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. Vorum við ekki einu sinni best í heimi!? Bla bla… Þetta er auðvitað hugsunarhátturinn sem kom okkur í þessar ógöngur til að byrja með. Mikilmennskubrjálæði, stælar og vitleysa. Spéfuglinn Ari Eldjárn hitti naglann á höfuðið þegar hann lýsti þjóðinni í uppistandi um daginn, eins og óþolandi og ofvirkum litlum bróður í samfélagi þjóðanna, sem heldur að hann komist upp með allt. Ætli okkur væri ekki nær að lækka í okkur rostann og byrja uppbyggingu ímyndarinnar á raunhæfum nótum. Byrja smátt og skipta stórlöxunum út fyrir smásíli. Fyrir stuttu rakst ég einmitt á skemmtilega fyrirsögn hér í Fréttablaðinu sem lofaði góðu og gæti markað upphafið í endurreisn ímyndar landsins: Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs, hvorki meira né minna. Það skyldi þó aldrei vera að það yrðu hornsílin sem kæmu okkur aftur á kortið. Auðvitað hafa íslenskir vísindamenn alltaf verið að gera merkar uppgötvanir, hvort sem það er á þróun hornsíla gegnum aldirnar eða einhverju öðru, það fór bara ekki eins mikið fyrir þeim og „vísindamönnunum" í fjármálageiranum sem óðu uppi. Hér hefur alltaf verið fullt af færu fólki sem barst ekki alveg eins mikið á en vann sína vinnu. Nú blómstrar það en í gær las ég aðra frétt hér í blaðinu sem sagði frá hópi hönnuða sem vildi byggja upp orðspor íslenska tískuiðnaðarins en það þótti taka dýfu fyrir nokkru þegar illa var haldið á spöðunum. Íslenskir hönnuðir búa ekki að aldarlangri hefð í faginu eins og margar aðrar þjóðir en það hefur ekki haldið aftur af þeim. Það er frekar að þeir hafi nýtt sér þá sérstöðu í sköpun sinni þannig að íslensk hönnun er eftirtektarverð. Svona byrjar þetta í rólegheitunum og smám saman byggist ímyndin upp aftur á réttum forsendum. Enginn gusugangur í stórlöxum, hornsílin vita hvað þau syngja.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun