Ríkið gæti komið út í plús af siglingunum 17. ágúst 2010 04:45 Vestmannaeyjar Samkvæmt samkomulagi Eimskipa og ríkisins getur skipafélagið ekki tapað á siglingunum til Eyja. Þetta samkomulag er þáttur í „opinni bók“, þar sem öll rekstrargögn verða gerð opinber ríkinu, til að auðvelda útboð seinna meir. Fréttablaðið/arnþór Þrátt fyrir að áætlaður árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við siglingar milli lands og Vestmannaeyja aukist með nýrri Landeyjahöfn er ekki loku fyrir það skotið að heildarkostnaður lækki, því ríkisstyrkir vegna áætlanaflugs til Eyja hafa verið aflagðir. Áætlaður kostnaður af siglingunum er 450 til 500 milljónir, en var í fyrra 400 milljónir, þótt þá hafi bæst við ófyrirséður kostnaður upp á 81 milljón, að sögn Kristínar H. Sigurbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Vegagerðinni. Miðað við þetta eykst kostnaður um 12,5 til 25 prósent milli ára. Á móti kemur að 130 milljónir, kostnaður stofnunarinnar vegna niðurgreiðslu flugmiða, sparast. Því gæti ríkið komið út í plús í það minnsta ef ekkert óvænt kemur upp á. „Það er gert ráð fyrir að greiða þurfi meira með nýju leiðinni, fyrst og fremst vegna þess að miðaverð er lægra,“ segir Kristín, og tekur þar undir með samgönguráðherra. Hún útskýrir lækkun fargjaldsins, úr 2.660 krónum í 1.000, með mun styttri siglingaleið. Einnig séu rútuferðir til Landeyjahafnar lengri og dýrari en til Þorlákshafnar og því meiri kostnaður fyrir vegfarendur af þeim, segir Kristín. En hvers vegna miðast fargjald ekki við raunverulegan kostnað? „Það er verið að niðurgreiða allar almenningssamgöngur af því að þær bera sig ekki. Það er pólitísk ákvörðun. Við reynum að hækka verð og lækka gjaldskrár til að draga úr kostnaði ríkisins, en það er auðvitað ekki vinsælt hjá notendum,“ segir hún. Miðað við hvernig gengið hefur í sumar að selja miðana er ólíklegt, að mati Kristínar, að kostnaðurinn aukist um fjórðung, eins og efri mörk áætlunarinnar segja til um. „Nei, sem betur fer gengur þetta betur en við þorðum að vona,“ segir hún, en tugir þúsunda hafa farið með Herjólfi síðan Landeyjahöfn var tekin í gagnið. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Þrátt fyrir að áætlaður árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við siglingar milli lands og Vestmannaeyja aukist með nýrri Landeyjahöfn er ekki loku fyrir það skotið að heildarkostnaður lækki, því ríkisstyrkir vegna áætlanaflugs til Eyja hafa verið aflagðir. Áætlaður kostnaður af siglingunum er 450 til 500 milljónir, en var í fyrra 400 milljónir, þótt þá hafi bæst við ófyrirséður kostnaður upp á 81 milljón, að sögn Kristínar H. Sigurbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Vegagerðinni. Miðað við þetta eykst kostnaður um 12,5 til 25 prósent milli ára. Á móti kemur að 130 milljónir, kostnaður stofnunarinnar vegna niðurgreiðslu flugmiða, sparast. Því gæti ríkið komið út í plús í það minnsta ef ekkert óvænt kemur upp á. „Það er gert ráð fyrir að greiða þurfi meira með nýju leiðinni, fyrst og fremst vegna þess að miðaverð er lægra,“ segir Kristín, og tekur þar undir með samgönguráðherra. Hún útskýrir lækkun fargjaldsins, úr 2.660 krónum í 1.000, með mun styttri siglingaleið. Einnig séu rútuferðir til Landeyjahafnar lengri og dýrari en til Þorlákshafnar og því meiri kostnaður fyrir vegfarendur af þeim, segir Kristín. En hvers vegna miðast fargjald ekki við raunverulegan kostnað? „Það er verið að niðurgreiða allar almenningssamgöngur af því að þær bera sig ekki. Það er pólitísk ákvörðun. Við reynum að hækka verð og lækka gjaldskrár til að draga úr kostnaði ríkisins, en það er auðvitað ekki vinsælt hjá notendum,“ segir hún. Miðað við hvernig gengið hefur í sumar að selja miðana er ólíklegt, að mati Kristínar, að kostnaðurinn aukist um fjórðung, eins og efri mörk áætlunarinnar segja til um. „Nei, sem betur fer gengur þetta betur en við þorðum að vona,“ segir hún, en tugir þúsunda hafa farið með Herjólfi síðan Landeyjahöfn var tekin í gagnið. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira