Jónmundur segir flokkinn ekki ofurseldan atvinnulífinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2010 18:45 Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Sjálfstæðislokkurinn fékk 285 milljónir króna frá fyrirtækjum á árunum 2002-2006, samkvæmt yfirliti sem flokkurinn birti í gær. Um helmingur þeirra sem styrktu eru óþekkt fyrirtæki. Hvenær fáum við að vita nöfn þeirra? „Þetta eru tvenns konar aðilar. Annars vegar þeir sem höfnuðu því að nöfn þeirra yrðu gefin upp, en við buðum upp á það og töldum það eðlilega tillitssemi. Hins vegar þeir sem ekki hafa svarað," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þannig að við fáum kannski aldrei að vita hverjir þetta eru? „Þeir sem ekki vilja að nöfn þeirra verði birt, við munum ekki birta nöfn þeirra af sjálfsdáðum." Er það stór hluti af þessum 136 milljónum króna? „Nei, það er eitthvað, en það er ekki stærsti hlutinn." Jónmundur segir að ekki liggi fyrir hvenær svör frá þeim fyrirtækjum sem styrktu flokkinn, sem ekki hafa svarað, munu berast ef þau berast einhvern tímann. Jónmundur, þetta eru 285 milljónir króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk á þessum fjórum árum. Sýnir þetta ekki bara, svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn var ofurseldur atvinnulífinu hér fyrir bankahrunið? „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsta stjórnmálaafl landsins með 200 flokkseiningar og þ.a.l er eðlilegt að hann hafi meiri burði til þess að afla fjár en aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar litið er yfir tölurnar frá öðrum flokkum frá sama tíma þá munar ekki svo miklu, allavega ekki jafn miklu og munar á stærð Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu," segir Jónmundur. Stærstur hluti upphæðarinnar er frá fyrirtækjum. Missti flokkurinn tengslin við fólkið landinu? „Það get ég ekkert sagt um. Ég var ekki á þessum vettvangi þá og get ekkert svarað fyrir það." Er það samt ekki óeðlilegt að fá svona háa upphæð, og stærstur huti hennar frá fyrirtækjum sem voru umsvifamikil í viðskiptalífinu og mörg þeirra áttu þátt í því að valda hér kerfislegu fjármálahruni? „Ef þú ert að vísa til styrkja frá Landsbankanum og FL Group þá tel ég svo vera, jú. Ég tel að þeir hafi ekki átt rétt á sér og það er ekki stefna sem við munum reka hér hjá flokknum undir minni stjórn," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið ofurseldur atvinnulífinu þrátt fyrir styrki upp á 285 milljónir króna. Hann segir að styrkir frá Landsbankanum og FL Group hafi ekki átt rétt á sér og móttaka slíkra styrkja sé ekki stefna sem verði rekin í flokknum undir hans stjórn. Sjálfstæðislokkurinn fékk 285 milljónir króna frá fyrirtækjum á árunum 2002-2006, samkvæmt yfirliti sem flokkurinn birti í gær. Um helmingur þeirra sem styrktu eru óþekkt fyrirtæki. Hvenær fáum við að vita nöfn þeirra? „Þetta eru tvenns konar aðilar. Annars vegar þeir sem höfnuðu því að nöfn þeirra yrðu gefin upp, en við buðum upp á það og töldum það eðlilega tillitssemi. Hins vegar þeir sem ekki hafa svarað," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Þannig að við fáum kannski aldrei að vita hverjir þetta eru? „Þeir sem ekki vilja að nöfn þeirra verði birt, við munum ekki birta nöfn þeirra af sjálfsdáðum." Er það stór hluti af þessum 136 milljónum króna? „Nei, það er eitthvað, en það er ekki stærsti hlutinn." Jónmundur segir að ekki liggi fyrir hvenær svör frá þeim fyrirtækjum sem styrktu flokkinn, sem ekki hafa svarað, munu berast ef þau berast einhvern tímann. Jónmundur, þetta eru 285 milljónir króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk á þessum fjórum árum. Sýnir þetta ekki bara, svo ekki verður um villst, að Sjálfstæðisflokkurinn var ofurseldur atvinnulífinu hér fyrir bankahrunið? „Nei, það gerir það svo sannarlega ekki. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsta stjórnmálaafl landsins með 200 flokkseiningar og þ.a.l er eðlilegt að hann hafi meiri burði til þess að afla fjár en aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar litið er yfir tölurnar frá öðrum flokkum frá sama tíma þá munar ekki svo miklu, allavega ekki jafn miklu og munar á stærð Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu," segir Jónmundur. Stærstur hluti upphæðarinnar er frá fyrirtækjum. Missti flokkurinn tengslin við fólkið landinu? „Það get ég ekkert sagt um. Ég var ekki á þessum vettvangi þá og get ekkert svarað fyrir það." Er það samt ekki óeðlilegt að fá svona háa upphæð, og stærstur huti hennar frá fyrirtækjum sem voru umsvifamikil í viðskiptalífinu og mörg þeirra áttu þátt í því að valda hér kerfislegu fjármálahruni? „Ef þú ert að vísa til styrkja frá Landsbankanum og FL Group þá tel ég svo vera, jú. Ég tel að þeir hafi ekki átt rétt á sér og það er ekki stefna sem við munum reka hér hjá flokknum undir minni stjórn," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira