Njarðvíkingar sigruðu Stjörnumenn í kvöld, 64-76, í átta liða úrslitum Iceland-Express deildarinnar í körfubolta. Njarðvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn og eru nú komnir 1-0 yfir í rimmu liðanna.
Stigahæstir hjá Stjörnunni voru Jovan Zdravevski með 20 stig og Justin Shouse með 16 stig
Umfjöllun og viðtöl birtast inn á vísir.is síðar í kvöld.
Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 20 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Justin Shouse 16, Fannar Freyr Helgason 12 (9 fráköst), Djorde Pantelic 4 (16 fráköst, 3 varin skot), Guðjón Lárusson 4, Magnús Helgason 3, Ólafur J. Sigurðsson 3, Kjartan Atli Kjartansson 2.
Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 21, Nick Bradford 13 (6 stoðsendingar, 5 stolnir), Friðrik E. Stefánsson 11 (13 fráköst, 8 stolnir), Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Páll Kristinsson 8, Guðmundur Jónsson 7 (5 fráköst), Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 1.