Dregið verður í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu. Einnig verður dregið í undanúrslit keppninnar. Sýnt verður beint frá drættinum hér Vísi en útsending hefst klukkan 11:55.
Drátturinn fer fram í Sviss. Fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum verða 1. apríl og seinni leikirnir viku síðar.
Smelltu HÉR til að horfa á útsendinguna
Í pottinum í Evrópudeildinni: Atletico Madrid (Spánn), Benfica (Portúgal), Fulham (England), Hamburg (Þýskaland), Liverpool (England), Standard Liege (Belgía), Valencia (Spánn) og Wolfsburg (Þýskaland).