FIA samþykkti brautina í Suður Kóreu 12. október 2010 09:08 Charlie Whiting hefur verið keppnisstjóri FIA í mörg ár. Mynd: Getty Images Alþjóðabílasambandið, FIA samþykkti í dag að Formúlu 1 mót fari fram um aðra helgi á nýtti braut í Suður Kóreu, en nokkur virtist á reiki hvort af því yrði. Tafir við frágang brautarinnar urðu til þess að umræða um að slá mótið af kom upp síðustu vikurnar. En Charlie Whiting hjá FIA, sem er keppnisstjóri á Formúlu 1 mótum hefur skoðað brautina og gefið leyfi fyrir því að mótið fari fram samkvæmt frétt á autosport.com. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað brautir síðustu ára. Yung Cho Chung sem er einn af þeim sem er forsvari fyrir brautina í Suður Kóreu sagði að mótið myndi vekja mikinn áhuga í landinu. "Við erum ánægðir að FIA er sátt við gang mála og Kórean býður Formúlu 1 geirann velkominn á brautina. Brautin hefur verið hönnuð og smíðuð í hæsta gæðaflokki og verður miðstöð akstursíþrótta í landinu", sagði Chung. Niðurstaða FIA er trúlega léttir fyrir McLaren ökumennina Lewis Hamilton og Jenson Button, sem töpuðu stigum á forystumanninn Mark Webber í stigamóti ökumanna í Japan á sunnudag. Ef mótið hefði ekki farið fram þá hefðu þeir aðeins tvö mót til að vinna sig upp, en hafa núna þrjú. Mótið í Suður Kóreu er á dagskrá 24. október, en síðan verður keppt í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Alþjóðabílasambandið, FIA samþykkti í dag að Formúlu 1 mót fari fram um aðra helgi á nýtti braut í Suður Kóreu, en nokkur virtist á reiki hvort af því yrði. Tafir við frágang brautarinnar urðu til þess að umræða um að slá mótið af kom upp síðustu vikurnar. En Charlie Whiting hjá FIA, sem er keppnisstjóri á Formúlu 1 mótum hefur skoðað brautina og gefið leyfi fyrir því að mótið fari fram samkvæmt frétt á autosport.com. Brautin er hönnuð af Hermann Tilke, sem hefur hannað brautir síðustu ára. Yung Cho Chung sem er einn af þeim sem er forsvari fyrir brautina í Suður Kóreu sagði að mótið myndi vekja mikinn áhuga í landinu. "Við erum ánægðir að FIA er sátt við gang mála og Kórean býður Formúlu 1 geirann velkominn á brautina. Brautin hefur verið hönnuð og smíðuð í hæsta gæðaflokki og verður miðstöð akstursíþrótta í landinu", sagði Chung. Niðurstaða FIA er trúlega léttir fyrir McLaren ökumennina Lewis Hamilton og Jenson Button, sem töpuðu stigum á forystumanninn Mark Webber í stigamóti ökumanna í Japan á sunnudag. Ef mótið hefði ekki farið fram þá hefðu þeir aðeins tvö mót til að vinna sig upp, en hafa núna þrjú. Mótið í Suður Kóreu er á dagskrá 24. október, en síðan verður keppt í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira