Hamilton segist þurfa kraftaverk, en McLaren stjórinn ekki sammála 8. nóvember 2010 14:10 McLaren liðið hefur unnið nokkra sigra á árinu og þeir fögnuðu m.a. tvöföldum sigri í Kína á þessu ári.Martin Whitmarsh fagnar hér með Lewis Hamilton og Jenson Button. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren telur að hann þurfi kraftaverk til að landa meistaratitlinum í Formúlu 1, en hann er meðal fjögurra ökumanna sem á möguleika á titlinum í lokamótinu um næstu helgi í Abu Dhabi. Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála að kraftaog segir sögulegan viðburð að fjórir ökumenn séu í baráttunni í lokamótinu. Hamilton þarf að vinna síðasta mótið til að verða meistari, en hann er 24 stigum á eftir Fernando Alonso sem er efstur í stigamótinu. Alonso má ekki fá stig í síðasta mótinu og Mark Webber má ekki vera ofar en í sjötta sæti og Sebastian Vettel ekki ofar en í þriðja sæti til að Hamilton verði meistari. "Við vorum ekki nógu fljótir hérna og við verðum ekki nógu fljótir í Abu Dhabi. Í raun þurfum við kraftaverk, en ég mun reyna og við höfum engu að tapa", sagði Hamilton eftir mótið í gær. Framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála Hamilton hvað þetta varðar og svaraði því til á autosport.com. "Nei. Bílar og ökumenn í mótum að ljúka keppni er ekki kraftaverk, þau gerast oft í kappakstri. Sjáum hvað gerist", sagði Whitmarsh. "Ef Lewis vinnur og Fernando kemst ekki í endmark og það eru ekki mörg stig sem hinir keppinautarnir fá, þá verður hann meistari. Það er spennandi titilslagur í gangi." "Það er frábært fyrir Formúlu 1 að það séu fjórir ökumenn sem eiga möguleika á að verða meistari. Í augnablikinu virðir Fernando mjög líklegur, en við höfum séð að hlutir hafa klikkað síðustu mínútunum og við höfum upplifað slíkt. Stundum hafa hlutirnir unnið með okkur og stundum á móti. Það getur allt gerst. Það er eðli kappaksturs.", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að McLaren viti hvað þarf til að fagna meistaratitili og þrjú frábær lið hafi barist um titilinn í ár og á seinni hluta tímabilsins hafi Ferrari gengið vel. "Ég hef þá trú að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn í síðasta mótinu. Þetta er frábært fyrir íþróttina og ég vona að fólk kunni að meta hve frábært tímabilið hefur verið", sagði Whitmarsh. Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren telur að hann þurfi kraftaverk til að landa meistaratitlinum í Formúlu 1, en hann er meðal fjögurra ökumanna sem á möguleika á titlinum í lokamótinu um næstu helgi í Abu Dhabi. Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála að kraftaog segir sögulegan viðburð að fjórir ökumenn séu í baráttunni í lokamótinu. Hamilton þarf að vinna síðasta mótið til að verða meistari, en hann er 24 stigum á eftir Fernando Alonso sem er efstur í stigamótinu. Alonso má ekki fá stig í síðasta mótinu og Mark Webber má ekki vera ofar en í sjötta sæti og Sebastian Vettel ekki ofar en í þriðja sæti til að Hamilton verði meistari. "Við vorum ekki nógu fljótir hérna og við verðum ekki nógu fljótir í Abu Dhabi. Í raun þurfum við kraftaverk, en ég mun reyna og við höfum engu að tapa", sagði Hamilton eftir mótið í gær. Framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála Hamilton hvað þetta varðar og svaraði því til á autosport.com. "Nei. Bílar og ökumenn í mótum að ljúka keppni er ekki kraftaverk, þau gerast oft í kappakstri. Sjáum hvað gerist", sagði Whitmarsh. "Ef Lewis vinnur og Fernando kemst ekki í endmark og það eru ekki mörg stig sem hinir keppinautarnir fá, þá verður hann meistari. Það er spennandi titilslagur í gangi." "Það er frábært fyrir Formúlu 1 að það séu fjórir ökumenn sem eiga möguleika á að verða meistari. Í augnablikinu virðir Fernando mjög líklegur, en við höfum séð að hlutir hafa klikkað síðustu mínútunum og við höfum upplifað slíkt. Stundum hafa hlutirnir unnið með okkur og stundum á móti. Það getur allt gerst. Það er eðli kappaksturs.", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að McLaren viti hvað þarf til að fagna meistaratitili og þrjú frábær lið hafi barist um titilinn í ár og á seinni hluta tímabilsins hafi Ferrari gengið vel. "Ég hef þá trú að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn í síðasta mótinu. Þetta er frábært fyrir íþróttina og ég vona að fólk kunni að meta hve frábært tímabilið hefur verið", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira