Fréttaskýring: Staða flestra lífeyrissjóðanna neikvæð 17. júní 2010 05:45 Myndin tengist ekki fréttinni beint. Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyrissjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðunum að skerða greiðslur sé staðan neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðslur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu lífeyrissjóðirnir hafi þegar brugðist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári," segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega tryggingafræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyrissjóðanna er með tryggingafræðilega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þessir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bilinu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyrissjóðanna var með jákvæða raunávöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxtun. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 prósent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyrissjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 prósent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðslur, vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxtun á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyrissjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðunum að skerða greiðslur sé staðan neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðslur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu lífeyrissjóðirnir hafi þegar brugðist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári," segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega tryggingafræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyrissjóðanna er með tryggingafræðilega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þessir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bilinu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyrissjóðanna var með jákvæða raunávöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxtun. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 prósent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyrissjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 prósent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðslur, vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxtun á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent