Atli Fannar Bjarkason: Klístraðir puttar 24. apríl 2010 06:00 Ég veit að ég er frekar seinn að skrifa þetta, en ég nenni bara ekki að tala um eldgos: Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom skemmtilega á óvart. Ég var einn af þeim sem bjuggust við skraufþurrum stofnanatexta um mál sem þegar hafa litið dagsins ljós. Annað kom á daginn því mörg ummæli og lýsingar eru eins og úr bestu kvikmyndum. En þið vitið það nú þegar. Ef einhver myndi taka sig til og framleiða kvikmynd sem væri byggð á góðæri síðustu ára yrði myndin að segja sögu Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans. Allt sem er haft eftir honum í skýrslunni er tær snilld. Sem er við hæfi þar sem hann sagði einmitt að Icesave-reikningarnir væru tær snilld (1-0 fyrir mér). Það er í rauninni ótrúlegt hversu langt Sigurjón komst í þessum bransa því hann virtist vera ringlaður á meðan allt var í gangi. Hann var ekki viss um hver ætti bankann sem hann stýrði, honum fannst íslensku húsnæðislánin vera algjört rugl og beið raunar eftir því að einhver annar en hann gripi í taumana. Þá styrkti hann fullt af pólitíkusum þó að það væri að hans sögn tóm leiðindi. Líf hans sem bankastjóri virðist sem sagt hafa verið rússibanareið frá upphafi til enda þar sem hann skildi hvorki upp né niður í neinu. Samt skilaði bankinn hans milljörðum í hagnað áður en hann hrundi og tók bálreiða íslenska skattgreiðendur með sér. Ef þessi saga verður einhvern tíma sögð verður hápunkturinn að sjálfsögðu þegar honum tekst hið ómannlega; að troða hálfum snúði í skoltinn á sér. Margir hafa reynt það undanfarið án árangurs. Þetta hlýtur að vera heimsmet. Hvar var Guinnes þegar íslenska fjármálakerfið sturtaði sjálfu sér niður í klósettið? Snúðaatvikið súmmerar upp á ótrúlegan hátt hvað var í gangi þegar menn eins og Sigurjón voru aðalkarlarnir. Hann greip sætabrauð sem hann keypti ekki sjálfur og lét sér að sjálfsögðu ekki nægja að taka einn bita í einu eins og siðmenntað fólk. Nei, þrátt fyrir augljósa hættu á klístruðum puttum og jafnvel köfnun gerði hann það sem engum manni hefur tekist - svo vitað sé. Alveg eins og kollegar hans sem biðjast nú afsökunar unnvörpum fyrir að taka of stórt upp í sig. Þeir sitja uppi með klístraða putta og fyrirtæki sem köfnuðu. Þetta er síðasti pistillinn sem ég skrifa um góðærið, kreppuna, skýrsluna og bjánana sem voru í aðalhlutverki. Lofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ég veit að ég er frekar seinn að skrifa þetta, en ég nenni bara ekki að tala um eldgos: Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom skemmtilega á óvart. Ég var einn af þeim sem bjuggust við skraufþurrum stofnanatexta um mál sem þegar hafa litið dagsins ljós. Annað kom á daginn því mörg ummæli og lýsingar eru eins og úr bestu kvikmyndum. En þið vitið það nú þegar. Ef einhver myndi taka sig til og framleiða kvikmynd sem væri byggð á góðæri síðustu ára yrði myndin að segja sögu Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans. Allt sem er haft eftir honum í skýrslunni er tær snilld. Sem er við hæfi þar sem hann sagði einmitt að Icesave-reikningarnir væru tær snilld (1-0 fyrir mér). Það er í rauninni ótrúlegt hversu langt Sigurjón komst í þessum bransa því hann virtist vera ringlaður á meðan allt var í gangi. Hann var ekki viss um hver ætti bankann sem hann stýrði, honum fannst íslensku húsnæðislánin vera algjört rugl og beið raunar eftir því að einhver annar en hann gripi í taumana. Þá styrkti hann fullt af pólitíkusum þó að það væri að hans sögn tóm leiðindi. Líf hans sem bankastjóri virðist sem sagt hafa verið rússibanareið frá upphafi til enda þar sem hann skildi hvorki upp né niður í neinu. Samt skilaði bankinn hans milljörðum í hagnað áður en hann hrundi og tók bálreiða íslenska skattgreiðendur með sér. Ef þessi saga verður einhvern tíma sögð verður hápunkturinn að sjálfsögðu þegar honum tekst hið ómannlega; að troða hálfum snúði í skoltinn á sér. Margir hafa reynt það undanfarið án árangurs. Þetta hlýtur að vera heimsmet. Hvar var Guinnes þegar íslenska fjármálakerfið sturtaði sjálfu sér niður í klósettið? Snúðaatvikið súmmerar upp á ótrúlegan hátt hvað var í gangi þegar menn eins og Sigurjón voru aðalkarlarnir. Hann greip sætabrauð sem hann keypti ekki sjálfur og lét sér að sjálfsögðu ekki nægja að taka einn bita í einu eins og siðmenntað fólk. Nei, þrátt fyrir augljósa hættu á klístruðum puttum og jafnvel köfnun gerði hann það sem engum manni hefur tekist - svo vitað sé. Alveg eins og kollegar hans sem biðjast nú afsökunar unnvörpum fyrir að taka of stórt upp í sig. Þeir sitja uppi með klístraða putta og fyrirtæki sem köfnuðu. Þetta er síðasti pistillinn sem ég skrifa um góðærið, kreppuna, skýrsluna og bjánana sem voru í aðalhlutverki. Lofa.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun