Öll lífsýni í manndrápsmálinu ónothæf Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 12:00 Gunnar Rúnar Sigurþórsson situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. Mynd/ Stefán. Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. Rannsóknardeild lögreglunnar fékk í síðustu viku niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sérfræðinga í Svíþjóð á munum og öðrum lífsýnum sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði þegar Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hinn 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu reyndust allar niðurstöðurnar ónothæfar, þ.e ekki fundust nothæf lífsýni sem munu gagnast við sönnunarfærslu í málinu. Þar er um að ræða blóðleifar á skóm sakbornings, lífsýni á fatnaði og lífsýni á morðvopninu sem sakborningurinn, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað að hafa losað sig við í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Lögreglan taldi sig hins vegar hafa sterkt mál í höndunum og vísaði því til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara á fimmtudaginn. Auk játningar Gunnars Rúnars er lögreglan með útlínur fótspors sem fannst á vettvangi sem stemmir við skó sakborningsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þekkist Gunnar Rúnar ekki á myndbandsupptöku frá smábátahöfninni, en bíll hans er greinilegur á upptökunni. Auk þess hefur Gunnar Rúnar viðurkennt að upptakan sýni hann vera að losa sig við morðvopnið. Niðurstöður úr geðheilbrigðisrannsóknum liggja ekki fyrir. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á föstudag. Ríkissaksóknari hyggst ekki framlengja gæsluvarðhaldið, sem þýðir að ákæra verður gefin út á morgun eða á föstudag. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. Rannsóknardeild lögreglunnar fékk í síðustu viku niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sérfræðinga í Svíþjóð á munum og öðrum lífsýnum sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði þegar Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hinn 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu reyndust allar niðurstöðurnar ónothæfar, þ.e ekki fundust nothæf lífsýni sem munu gagnast við sönnunarfærslu í málinu. Þar er um að ræða blóðleifar á skóm sakbornings, lífsýni á fatnaði og lífsýni á morðvopninu sem sakborningurinn, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað að hafa losað sig við í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Lögreglan taldi sig hins vegar hafa sterkt mál í höndunum og vísaði því til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara á fimmtudaginn. Auk játningar Gunnars Rúnars er lögreglan með útlínur fótspors sem fannst á vettvangi sem stemmir við skó sakborningsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þekkist Gunnar Rúnar ekki á myndbandsupptöku frá smábátahöfninni, en bíll hans er greinilegur á upptökunni. Auk þess hefur Gunnar Rúnar viðurkennt að upptakan sýni hann vera að losa sig við morðvopnið. Niðurstöður úr geðheilbrigðisrannsóknum liggja ekki fyrir. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á föstudag. Ríkissaksóknari hyggst ekki framlengja gæsluvarðhaldið, sem þýðir að ákæra verður gefin út á morgun eða á föstudag.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira