Hvernig er hægt að þegja? Ólafur Stephensen skrifar 23. ágúst 2010 07:15 Þjóðkirkjan hefur að undanförnu verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu hart og ákveðið á grun um kynferðisbrot innan stofnunarinnar. Vilji kirkjunnar manna til að bæta um betur hefur þó ekki farið á milli mála og á síðustu dögum hafa verið tilkynntar aðgerðir og gefnar upplýsingar, sem benda eindregið til að kirkjan vilji gera hreint fyrir sínum dyrum. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, skrifaði grein hér í blaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann ítrekaði afstöðu kirkjunnar og rifjaði meðal annars upp siðareglur fyrir starfsfólk kirkjunnar, sem kirkjuþing samþykkti í fyrra. Í grein biskups segir: „Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis." Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar undantekningarlaust." Eins og stundum áður hefur séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, ekki reynzt mjög hjálplegur við að útskýra að kirkjan hugsi í takt við þjóðina. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag segist hann í raun ekki geta lotið ákvæðum barnaverndarlaga um að skylda embættismanna til að tilkynna um brot gegn börnum, þar með talin kynferðisbrot, gangi framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Prestar eru sérstaklega nefndir í lögunum, ásamt fleiri stéttum. Séra Geir segir í grein sinni að trúnaður prests og þess, sem skriftar fyrir honum, sé „algjör eða enginn". Séra Geir skrifar: „Vitaskuld er enginn maður yfir lög hafinn og heldur engin stofnun, svo fremi að lög geri ekki þá kröfu til manns að hann breyti gegn samvizku sinni, allra sízt styðjist hún við Guðs orð. Þær aðstæður geta komið upp og eru raunar algengar í harðræðisríkjum að menn verði að gera það upp við samvizku sína hvort þeir treysti sjer til þess að hlýða lögunum þegar það fer í bága við samvizkuna." Þeir sem þetta lesa, hljóta að spyrja: Neiti skjólstæðingur prests, sem hefur játað fyrir honum kynferðisbrot, að gefa sig fram sjálfur, getur þá samvizka prestsins leyft honum að þegja og þar með jafnvel að hindra það að glæpunum linni? Hvernig má það yfirleitt vera að prestar telji sig geta þagað yfir slíku? Karl biskup brást skjótt við og sendi frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að landslög og kirkjuréttur hafi um langan aldur gengið út frá því að skriftabarnið geti ekki bundið samvizku prests: „Presti sem verður áskynja í skriftum að lífi eða heill annarra er ógnað er skyldugt að leiða viðkomandi fyrir sjónir að honum beri skylda til að koma í veg fyrir það og að prestinum sé skylt að tilkynna slíkt ef viðkomandi geri það ekki sjálfur." Þá liggur afstaða biskups skýrt fyrir. En eftir stendur spurningin: Hvað ætlar hann að gera við kirkjunnar þjón sem segist hvorki geta farið að siðareglum kirkjunnar né landslögum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Þjóðkirkjan hefur að undanförnu verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu hart og ákveðið á grun um kynferðisbrot innan stofnunarinnar. Vilji kirkjunnar manna til að bæta um betur hefur þó ekki farið á milli mála og á síðustu dögum hafa verið tilkynntar aðgerðir og gefnar upplýsingar, sem benda eindregið til að kirkjan vilji gera hreint fyrir sínum dyrum. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, skrifaði grein hér í blaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann ítrekaði afstöðu kirkjunnar og rifjaði meðal annars upp siðareglur fyrir starfsfólk kirkjunnar, sem kirkjuþing samþykkti í fyrra. Í grein biskups segir: „Í siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barnalögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli „vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis." Þessar siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar undantekningarlaust." Eins og stundum áður hefur séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, ekki reynzt mjög hjálplegur við að útskýra að kirkjan hugsi í takt við þjóðina. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag segist hann í raun ekki geta lotið ákvæðum barnaverndarlaga um að skylda embættismanna til að tilkynna um brot gegn börnum, þar með talin kynferðisbrot, gangi framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Prestar eru sérstaklega nefndir í lögunum, ásamt fleiri stéttum. Séra Geir segir í grein sinni að trúnaður prests og þess, sem skriftar fyrir honum, sé „algjör eða enginn". Séra Geir skrifar: „Vitaskuld er enginn maður yfir lög hafinn og heldur engin stofnun, svo fremi að lög geri ekki þá kröfu til manns að hann breyti gegn samvizku sinni, allra sízt styðjist hún við Guðs orð. Þær aðstæður geta komið upp og eru raunar algengar í harðræðisríkjum að menn verði að gera það upp við samvizku sína hvort þeir treysti sjer til þess að hlýða lögunum þegar það fer í bága við samvizkuna." Þeir sem þetta lesa, hljóta að spyrja: Neiti skjólstæðingur prests, sem hefur játað fyrir honum kynferðisbrot, að gefa sig fram sjálfur, getur þá samvizka prestsins leyft honum að þegja og þar með jafnvel að hindra það að glæpunum linni? Hvernig má það yfirleitt vera að prestar telji sig geta þagað yfir slíku? Karl biskup brást skjótt við og sendi frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að landslög og kirkjuréttur hafi um langan aldur gengið út frá því að skriftabarnið geti ekki bundið samvizku prests: „Presti sem verður áskynja í skriftum að lífi eða heill annarra er ógnað er skyldugt að leiða viðkomandi fyrir sjónir að honum beri skylda til að koma í veg fyrir það og að prestinum sé skylt að tilkynna slíkt ef viðkomandi geri það ekki sjálfur." Þá liggur afstaða biskups skýrt fyrir. En eftir stendur spurningin: Hvað ætlar hann að gera við kirkjunnar þjón sem segist hvorki geta farið að siðareglum kirkjunnar né landslögum?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun