Rafael Yuste, varaforseti Barcelona, segir að félagið sé að ganga frá lausum endum svo Thierry Henry verði frjáls ferða sinna og geti skrifað undir samning við félag í Bandaríkjunum.
Henry hefur lengi verið orðaður við New York Red Bulls og það bendir allt til þess að hann fari þangað í sumar.
Henry sjálfur hefur reynt að gera lítið úr hlutunum og neitar því að vera búinn að semja við Red Bulls.
Hann hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að spila í Bandaríkjunum og hann ku vera spenntur fyrir því að búa í New York.