Schumacher áminntur fyrir brot á Barrichello 23. október 2010 11:51 Michael Schumacher ekur með Mercedes. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur. Barrichello taldi sig heppinn að hafa komist áfram í lokaumferðina, en Schumacher og Barrichello voru liðsfélagar hjá Ferrari á árum áður. Dómarar töldu að Scumacher hefði hindrað Barrichello frá beygju 10 til 14 og þeir kappar voru báðir kallaðir á fund dómara. Schumacher fékk áminningu á fundinum segir í frétt á autosport.com. "Ég vill ekki að þetta verði persónulegt. Við höfum átt í vandræðum áður og það henti í Ungverjlandi. Ég er jarðbundinn náungi, sem þýðir að ég ber virðingu fyrir hægum og hröðum bílum. Við getum allir gert mistök og afsökunar", sagði Barrichello í samtali við BBC sem autosport.com vitnar í. "Hann kom bara og afsakaði þetta með því að liðið hefði ekki látið hann vita. En ég var í hröðum hring og menn vita að þeir eru með baksýnisspegla og það er ekki alltaf hægt að treysta á upplýsingar frá liðinu. Ég er leiður yfir þessu, því það var bara heppni að ég komst áfram í þriðju umferð. Hann hægði verulega á mér", sagði Barrichello um Schumacher. Barrichello var þó ánægður að ná tíunda sæti á ráslínu, en hann segir að allt geti gerst í kappakstrinum þar sem bílarnir skrika mikið til á nýrri brautinni, en hún eigi eftir að verða gripmeiri. Hann stefnir á stigasæti. Schumacher varð í níunda sæti í tímatökunni og þeir ræsa því nánast af stað hlið við í kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport í nótt. Útsending hefst kl. 05.30. Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Michael Schumacher fékk áminningu frá dómurum Formúlu 1 mótsins í Suður Kóreu, eftir tímatöku í nótt. Rubens Barrichello taldi að Schumacher hefði hindrað hann í tímatökunni í annarri umferð af þremur. Barrichello taldi sig heppinn að hafa komist áfram í lokaumferðina, en Schumacher og Barrichello voru liðsfélagar hjá Ferrari á árum áður. Dómarar töldu að Scumacher hefði hindrað Barrichello frá beygju 10 til 14 og þeir kappar voru báðir kallaðir á fund dómara. Schumacher fékk áminningu á fundinum segir í frétt á autosport.com. "Ég vill ekki að þetta verði persónulegt. Við höfum átt í vandræðum áður og það henti í Ungverjlandi. Ég er jarðbundinn náungi, sem þýðir að ég ber virðingu fyrir hægum og hröðum bílum. Við getum allir gert mistök og afsökunar", sagði Barrichello í samtali við BBC sem autosport.com vitnar í. "Hann kom bara og afsakaði þetta með því að liðið hefði ekki látið hann vita. En ég var í hröðum hring og menn vita að þeir eru með baksýnisspegla og það er ekki alltaf hægt að treysta á upplýsingar frá liðinu. Ég er leiður yfir þessu, því það var bara heppni að ég komst áfram í þriðju umferð. Hann hægði verulega á mér", sagði Barrichello um Schumacher. Barrichello var þó ánægður að ná tíunda sæti á ráslínu, en hann segir að allt geti gerst í kappakstrinum þar sem bílarnir skrika mikið til á nýrri brautinni, en hún eigi eftir að verða gripmeiri. Hann stefnir á stigasæti. Schumacher varð í níunda sæti í tímatökunni og þeir ræsa því nánast af stað hlið við í kappakstrinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð Sport í nótt. Útsending hefst kl. 05.30.
Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira