FME mannað af krökkum án reynslu 14. apríl 2010 02:00 voru stórir og sterkir Starfsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja eru sagðir hafa litið á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Þeir gengu afar hart fram og neyttu aflsmunar í samskiptum sínum við reynslulítið starfsfólks FME. Reynsluleysi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hafði mikil áhrif á samskipti stofnunarinnar við fjármálafyrirtæki. Eftirlitinu hélst ekki á fólki vegna hærri launa annars staðar. Bankarnir keyptu til sín bestu bitana og litu á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins (FME) hafði ekki þá reynslu, og í sumum tilvikum menntun, sem störf þeirra kröfðust á þeim tíma sem bankakerfið þandist út hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að FME hafi, líkt og Seðlabanki Íslands (SÍ) brugðist hlutverki sínu til að gegna ytra eftirliti með fjármálastofnunum. Bæði í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og vinnuhópsins kemur ítrekað fram að FME hafi verið alltof fámenn stofnun; starfsmönnum hafi ekki fjölgað samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum með útþenslu íslenska bankakerfisins. Starfsmannavelta var mikil og „óvenjuskaðleg að því leyti að stofnuninni hélst ekki á reynslumeira fólki og fólki með tiltekna menntun". Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, vitnar um það fyrir nefndinni að ástæður mikillar starfsmannaveltu var óánægja starfsmanna með launakjör og starfsumhverfi. Bankarnir buðu jafnframt reynslumesta starfsfólki FME gull og græna skóga sem þynnti út starfsmannahóp FME. Bankarnir nutu því starfskrafta reynsluboltanna sem ýkti bilið á milli starfsmanna bankanna og FME í samskiptum þeirra á milli. „Þetta leiddi til þess að starfsreynsla safnaðist ekki nægilega vel upp hjá eftirlitinu sem var að miklu leyti mannað af ungu fólki sem hafði ekki næga innsýn í hvernig fjármálafyrirtæki virka," segir í skýrslu vinnuhópsins. Einn viðmælandi fyrir rannsóknarnefndinni, Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður Glitnis, sem vann áður hjá FME, sagði að þar „voru bara krakkar sem voru allt of reynslulaus og voru nýútskrifuð, … Og það sem við höfðum fram yfir þau í hruninu var að við vorum kannski með fimm til tíu ára starfsreynslu, … meiri hlutinn af lögfræðingunum var kannski með ár frá útskrift. Það er ekki gott sko." Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn bankanna litu á FME sem óvin og öllum aðgerðum stofnunarinnar var mætt af mikilli hörku. Þessu viðmóti átti reynslulítið fólk erfitt með að mæta af nauðsynlegri festu og bankarnir fóru því oft sínu fram. svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Reynsluleysi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hafði mikil áhrif á samskipti stofnunarinnar við fjármálafyrirtæki. Eftirlitinu hélst ekki á fólki vegna hærri launa annars staðar. Bankarnir keyptu til sín bestu bitana og litu á Fjármálaeftirlitið sem óvin. Starfsfólk Fjármálaeftirlitsins (FME) hafði ekki þá reynslu, og í sumum tilvikum menntun, sem störf þeirra kröfðust á þeim tíma sem bankakerfið þandist út hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að FME hafi, líkt og Seðlabanki Íslands (SÍ) brugðist hlutverki sínu til að gegna ytra eftirliti með fjármálastofnunum. Bæði í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og vinnuhópsins kemur ítrekað fram að FME hafi verið alltof fámenn stofnun; starfsmönnum hafi ekki fjölgað samhliða aukinni ábyrgð og nýjum verkefnum með útþenslu íslenska bankakerfisins. Starfsmannavelta var mikil og „óvenjuskaðleg að því leyti að stofnuninni hélst ekki á reynslumeira fólki og fólki með tiltekna menntun". Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, vitnar um það fyrir nefndinni að ástæður mikillar starfsmannaveltu var óánægja starfsmanna með launakjör og starfsumhverfi. Bankarnir buðu jafnframt reynslumesta starfsfólki FME gull og græna skóga sem þynnti út starfsmannahóp FME. Bankarnir nutu því starfskrafta reynsluboltanna sem ýkti bilið á milli starfsmanna bankanna og FME í samskiptum þeirra á milli. „Þetta leiddi til þess að starfsreynsla safnaðist ekki nægilega vel upp hjá eftirlitinu sem var að miklu leyti mannað af ungu fólki sem hafði ekki næga innsýn í hvernig fjármálafyrirtæki virka," segir í skýrslu vinnuhópsins. Einn viðmælandi fyrir rannsóknarnefndinni, Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður Glitnis, sem vann áður hjá FME, sagði að þar „voru bara krakkar sem voru allt of reynslulaus og voru nýútskrifuð, … Og það sem við höfðum fram yfir þau í hruninu var að við vorum kannski með fimm til tíu ára starfsreynslu, … meiri hlutinn af lögfræðingunum var kannski með ár frá útskrift. Það er ekki gott sko." Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn bankanna litu á FME sem óvin og öllum aðgerðum stofnunarinnar var mætt af mikilli hörku. Þessu viðmóti átti reynslulítið fólk erfitt með að mæta af nauðsynlegri festu og bankarnir fóru því oft sínu fram. svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira