Mikilvægt fyrir Ferrari að sigra fljótlega 7. júlí 2010 13:07 Stefano Domenicali með ökumenn sína sér við hlið, þá Fernando Alonso og Felipe Massa þegar Ferrari fagnaði 800 mótinu í Formúlu 1 í Istanbúl. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. "Það er mikilvægt í stigamótinu og gott veganesti fyrir sumarfríð. Ég held að það sé lykillinn að ná fram úrslitum sem ég tel að liðið eigi skilið", sagði Domencali í frétt autosport.com um málið. Ferrari keppir á breyttri Silverstone braut í Englandi um næstu helgi og mætti með endurbættan bíl í síðustu keppni. "Framþróun bílanna er lykill að árangri. Við breyttum bílnum fyrir síðasta mót og gerum smávegis fyrir Silverstone varðandi fram og afturvængina. Það verða nýjungar í Þýskalandi og Ungverjalandi. Svo sjáum við hvað gerist." Alonso og Felipe Massa voru í þriðja og fjórða sæti í byrjun síðustu keppni, en lentu í ógöngum þegar öryggisbíllinn kom út og menn á bæ Ferrari voru ósáttir við niðurstöðu dómara í mótinu vegna refsingar á Lewis Hamilton. "Það er alltaf erfitt eftir mót eins og í Valencia, en andinn er góður hjá okkur. Því miður náðum við ekki þeim árangri sem við vildum í tveimur síðustu mótum. Möguleiki bílsins var til staðar, en útkoman lét á sér standa", sagði Domenicali. Þá gat hann þess að miðað við hefðina, þá hefði Ferrari ekki gengið vel á Silverstone, en kvaðst bíða spenntur eftir niðurstöðunni um næstu helgi. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. "Það er mikilvægt í stigamótinu og gott veganesti fyrir sumarfríð. Ég held að það sé lykillinn að ná fram úrslitum sem ég tel að liðið eigi skilið", sagði Domencali í frétt autosport.com um málið. Ferrari keppir á breyttri Silverstone braut í Englandi um næstu helgi og mætti með endurbættan bíl í síðustu keppni. "Framþróun bílanna er lykill að árangri. Við breyttum bílnum fyrir síðasta mót og gerum smávegis fyrir Silverstone varðandi fram og afturvængina. Það verða nýjungar í Þýskalandi og Ungverjalandi. Svo sjáum við hvað gerist." Alonso og Felipe Massa voru í þriðja og fjórða sæti í byrjun síðustu keppni, en lentu í ógöngum þegar öryggisbíllinn kom út og menn á bæ Ferrari voru ósáttir við niðurstöðu dómara í mótinu vegna refsingar á Lewis Hamilton. "Það er alltaf erfitt eftir mót eins og í Valencia, en andinn er góður hjá okkur. Því miður náðum við ekki þeim árangri sem við vildum í tveimur síðustu mótum. Möguleiki bílsins var til staðar, en útkoman lét á sér standa", sagði Domenicali. Þá gat hann þess að miðað við hefðina, þá hefði Ferrari ekki gengið vel á Silverstone, en kvaðst bíða spenntur eftir niðurstöðunni um næstu helgi.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira