„Úrslitin finnst mér ekki alveg segja hvernig leikurinn spilaðist, við vorum lengi vel inn í þessu" sagði Bjarni Aron Þórðarson leikmaður Aftureldingar eftir 34-25 tap gegn FH í kvöld.
„Við héldum okkur inn í þessu í fimmtíu mínútur og hálfleiks og lokastaðan sýnir ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þeir eru fimm stigum yfir í hálfleik eftir að við spilum vel fyrstu tuttugu mínúturnar en illa síðustu tíu. Við klúðruðum mikið af dauðafærum í þessum leik og það kostaði"
Afturelding byrjaði báða hálfleikana vel en svo sigldu FH fram úr þeim og úr varð öruggur 9 marka sigur.
„ Við lögðum upp með í hálfleik með það verðuga markmið að jafna leikinn, okkur fannst við ekkert vera verra lið en kannski að það sé hægt að skrifa þetta á reynsluleysi. Þeir eru náttúrulega með marga góða leikmenn og sérstaklega Ólafur sem er orðinn virkilega flottur leikmaður"
Afturelding fékk ekki auðvelt verkefni í fyrstu umferð en þeir eru nýliðar í deildinni og mættu á heimavell FH sem voru spáð titlinum fyrir tímabilið
„Við erum með hörkulið og einbeitum okkur bara að okkur sjálfum, ef það er eitthvað stress í hópnum vona ég að það hverfi sem fyrst. Það er fullt af jöfnum og spennandi leikjum framundan og við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum frekar en andstæðingnum"
Rothöggið- stuðningsmannalið Aftureldingar fjölmennti í Kaplakrika í kvöld og létu vel heyra í sér og var Bjarni ánægður með það
„Rothöggið stóðu sig með mikilli prýði í dag og þeir muni halda svona áfram, það er helmingi skemmtilegra að spila leikina með svona stuðning," sagði Bjarni.