Ásakanirnar sagðar ekki svaraverðar 30. ágúst 2010 06:00 Svarar ásökunum með því að benda á aðra.Fréttablaðið/Valli „Þessi orð munu á endanum dæma sig sjálf," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um margvíslegar ásakanir Sigurðar Einarssonar á hendur embættinu í Fréttablaðinu á laugardag. „Þetta gefur hvorki að efni né formi til ástæðu til neinna viðbragða af hálfu embættisins," segir Ólafur. Sigurður, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sakar embætti Ólafs um óskiljanlegan yfirgang og valdníðslu gagnvart sér og öðrum sakborningum. Ólafur bætir því við að eðli málsins samkvæmt eigi hann ekki gott með að bregðast við ásökunum þeirra, sem embættið er að rannsaka. „Það segir sig sjálft að sá, sem hefur rannsókn máls á hendi, hefur mjög takmarkaða möguleika til að ræða inntak rannsóknarinnar." Sigurður sætir, ásamt fleiri fyrrverandi yfirmönnum Kaupþings, rannsókn hjá embættinu vegna gruns um stórfellda markaðsmisnotkun og önnur efnahagsbrot, sem embættið hefur sagt vera „umfangsmikil, kerfisbundin og skipulögð". Í viðtalinu á laugardag ber Sigurður einnig rannsóknarnefnd Alþingis ýmsum ásökunum. Ekki náðist í Pál Hreinsson, sem var formaður rannsóknarnefndar Alþingis, þegar leitað var viðbragða við ásökunum Einars í gær, og Tryggvi Gunnarsson, einn þriggja nefndarmanna, sá enga ástæðu til að tjá sig. Nefndin líti svo á að hún hafi fyrir löngu lokið störfum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, svarar hins vegar ásökunum Sigurðar í grein hér í blaðinu í dag. Hann segir að Sigurð hljóti að misminna um bréf, sem Jón skrifaði Sigurði vorið 2006. Sigurður var þá formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði. Í viðtalinu á laugardag segir Sigurður að Jón hafi í bréfinu neitað að ræða hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. „Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum," segir Jón um efni bréfsins. „En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál."gudsteinn@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira
„Þessi orð munu á endanum dæma sig sjálf," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um margvíslegar ásakanir Sigurðar Einarssonar á hendur embættinu í Fréttablaðinu á laugardag. „Þetta gefur hvorki að efni né formi til ástæðu til neinna viðbragða af hálfu embættisins," segir Ólafur. Sigurður, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sakar embætti Ólafs um óskiljanlegan yfirgang og valdníðslu gagnvart sér og öðrum sakborningum. Ólafur bætir því við að eðli málsins samkvæmt eigi hann ekki gott með að bregðast við ásökunum þeirra, sem embættið er að rannsaka. „Það segir sig sjálft að sá, sem hefur rannsókn máls á hendi, hefur mjög takmarkaða möguleika til að ræða inntak rannsóknarinnar." Sigurður sætir, ásamt fleiri fyrrverandi yfirmönnum Kaupþings, rannsókn hjá embættinu vegna gruns um stórfellda markaðsmisnotkun og önnur efnahagsbrot, sem embættið hefur sagt vera „umfangsmikil, kerfisbundin og skipulögð". Í viðtalinu á laugardag ber Sigurður einnig rannsóknarnefnd Alþingis ýmsum ásökunum. Ekki náðist í Pál Hreinsson, sem var formaður rannsóknarnefndar Alþingis, þegar leitað var viðbragða við ásökunum Einars í gær, og Tryggvi Gunnarsson, einn þriggja nefndarmanna, sá enga ástæðu til að tjá sig. Nefndin líti svo á að hún hafi fyrir löngu lokið störfum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, svarar hins vegar ásökunum Sigurðar í grein hér í blaðinu í dag. Hann segir að Sigurð hljóti að misminna um bréf, sem Jón skrifaði Sigurði vorið 2006. Sigurður var þá formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði. Í viðtalinu á laugardag segir Sigurður að Jón hafi í bréfinu neitað að ræða hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. „Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum," segir Jón um efni bréfsins. „En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál."gudsteinn@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Sjá meira