Alonso: Helmingslíkur á meistaratitli 9. ágúst 2010 09:23 Robert Kubica og Fernando Alonso á ökumannskynningu á mótsstað. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu. Mark Webber, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel eru allir á undan honum í stigamótinu, en Alonso er 20 stigum á eftir Hamilton. Það eru gefinn 25 stig fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og minna fyrir næstu sæti á eftir. "Það þurfti ekki nema tvö mót til að koma okkur í sóknarstöðu um titilinn. Við erum á eftir, en ég er sannfærður um að á lokasprettinum verðum við nær toppnum en núna", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það sem er mikilvægast er að halda rónni og einbeitingu og vinna verk okkar vel. Það er erfitt að meta hver okkar er sterkastur, en kannski Hamilton og Button og ég, menn sem hafa unnið titlanna áður. Ég myndi telja helmingslíkur á að ég vinni titilinn." Alonso segir Ferrari á réttri leið og að bíllinn hafi batnað mikið, sem gerir hann bjartsýnni en ella. Það færi líka liðinu sjálfstraust. "Við verðum með nýja hluti á Spa í Belgíu og það ætti að færa okkur skör ofar, en keppinautarnir munu gera það sama. Við verðum bara að vera betri," sagði Alonso. Mál Ferrari varðandi liðsskipanir verður tekið fyrir í næsta mánuði og Alonso segist vonast eftir hagstæðri niðurstöðu í því máli. Það verður tekið fyrir 8. september hjá FIA. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu. Mark Webber, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel eru allir á undan honum í stigamótinu, en Alonso er 20 stigum á eftir Hamilton. Það eru gefinn 25 stig fyrir fyrsta sæti, 18 fyrir annað, síðan 15, 12, 10 og minna fyrir næstu sæti á eftir. "Það þurfti ekki nema tvö mót til að koma okkur í sóknarstöðu um titilinn. Við erum á eftir, en ég er sannfærður um að á lokasprettinum verðum við nær toppnum en núna", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það sem er mikilvægast er að halda rónni og einbeitingu og vinna verk okkar vel. Það er erfitt að meta hver okkar er sterkastur, en kannski Hamilton og Button og ég, menn sem hafa unnið titlanna áður. Ég myndi telja helmingslíkur á að ég vinni titilinn." Alonso segir Ferrari á réttri leið og að bíllinn hafi batnað mikið, sem gerir hann bjartsýnni en ella. Það færi líka liðinu sjálfstraust. "Við verðum með nýja hluti á Spa í Belgíu og það ætti að færa okkur skör ofar, en keppinautarnir munu gera það sama. Við verðum bara að vera betri," sagði Alonso. Mál Ferrari varðandi liðsskipanir verður tekið fyrir í næsta mánuði og Alonso segist vonast eftir hagstæðri niðurstöðu í því máli. Það verður tekið fyrir 8. september hjá FIA.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira