Óhapp Hamiltons í skoðun hjá McLaren 10. maí 2010 10:50 Bíll Hamiltons eftir óhappið í Barcelona í gær. mynd: Getty Images Lewis Hamilton var óheppinn í spænska kappakstrinum í gær þegar virtist hvellspringa, eða felga brotna á fullri ferð þegar hann var í næst síðasta hring. Í sjónvarpsútsendingu sást eitthvað spýtast upp frá vinstra framhjólinu og skömmu síðar varð dekkið vindlaust og Hamilton sveif útaf. Hamilton var þá í öðru sæti á McLaren bíl sínum á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en Fernando Alonso hreppti annað sætið í staðinn á heimavelli. "Ég var að gæta þess að koma bílnum heim í endamark, en þá gaf stýris sig skyndilega og vinstra framhjólið brást. Ég fann ekkert fyrir neinu áður en þetta gerðist og þetta kom því á óvart. Við vitum ekki hvað er að, en allir hlutir bílsins fara í skoðun í tæknimiðstöð McLaren", sagði Hamilton á f1.com. "Það er átakanlegt að lenda í þessu rétt fyrir lok mótsins, en svona eru akstursíþróttir. Það eru mörg mót eftir enn og ég ber bara höfuðið hátt. Við getum enn barist um titilinn." Bridgestone dekkjamönnum grunar að eitthvað annað en dekkið hafi gefið sig í McLaren bílnum. "Við munum skoða alla hluti gaumgæfilega og getum ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist fyrr en þeirri skoðun er lokið um hvað gerðist eiginlega", sagði Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren. Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton var óheppinn í spænska kappakstrinum í gær þegar virtist hvellspringa, eða felga brotna á fullri ferð þegar hann var í næst síðasta hring. Í sjónvarpsútsendingu sást eitthvað spýtast upp frá vinstra framhjólinu og skömmu síðar varð dekkið vindlaust og Hamilton sveif útaf. Hamilton var þá í öðru sæti á McLaren bíl sínum á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en Fernando Alonso hreppti annað sætið í staðinn á heimavelli. "Ég var að gæta þess að koma bílnum heim í endamark, en þá gaf stýris sig skyndilega og vinstra framhjólið brást. Ég fann ekkert fyrir neinu áður en þetta gerðist og þetta kom því á óvart. Við vitum ekki hvað er að, en allir hlutir bílsins fara í skoðun í tæknimiðstöð McLaren", sagði Hamilton á f1.com. "Það er átakanlegt að lenda í þessu rétt fyrir lok mótsins, en svona eru akstursíþróttir. Það eru mörg mót eftir enn og ég ber bara höfuðið hátt. Við getum enn barist um titilinn." Bridgestone dekkjamönnum grunar að eitthvað annað en dekkið hafi gefið sig í McLaren bílnum. "Við munum skoða alla hluti gaumgæfilega og getum ekki sagt nákvæmlega hvað gerðist fyrr en þeirri skoðun er lokið um hvað gerðist eiginlega", sagði Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren.
Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira