Selur hönnun sína í Afríku 3. júlí 2010 06:00 Vigdís Guðmundsdóttir hefur gert samning við lúxushótelkeðjuna Zuri um að selja hönnun hennar bæði á Indlandi og í Afríku. fréttablaðið/arnþór Vigdís Guðmundsdóttir, sem búsett er í borginni Puducherry á Suður-Indlandi, rekur fyrirtækið D&G Agency, en það framleiðir meðal annars hágæða fartölvutöskur fyrir konur auk fylgihluta og fatnaðar. Vigdís hefur verið með annan fótinn á Indlandi síðustu fjögur árin og kann vel við sig, enda er þar sumar allt árið um kring og fólkið yndislegt. „Mér líkar mjög vel á Indlandi. Ég er búin að koma mér vel fyrir og er búin að fá mér hund líka," segir Vigdís og hlær. Vigdís hyggst opna eigin vinnustofu á Indlandi innan skamms þar sem hún mun sjálf hanna og framleiða nýja fatalínu á bæði kynin. Línan mun meðal annars innihalda leðurjakka og aðrar flíkur unnar úr leðri. „Allt sem ég hanna er úr leðri. Ég er búin að læra svo mikið um leður og leðurvinnslu í kringum töskuframleiðsluna og er nú orðin svolítill sérfræðingur í því og þess vegna langar mig að halda áfram að hanna úr leðri," segir Vigdís. Nýverið gerði Vigdís samning við hótelkeðjuna Zuri, sem rekur lúxushótel víða á Indlandi, Afríku og á Englandi, og mun hönnun hennar verða seld í hótelverslunum frá og með haustinu. „Þessi samningur kemur sér mjög vel. Það er mikið af viðskiptafólki sem dvelur á þessum hótelum og því verða töskurnar og fylgihlutir í forgrunni til að byrja með, svo sjáum við bara hvað setur. Það er líka skemmtilegt að hugsa til þess að nú sé hægt að kaupa íslenska hönnun bæði á Indlandi og í Afríku," segir Vigdís að lokum. - sm Innlent Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Vigdís Guðmundsdóttir, sem búsett er í borginni Puducherry á Suður-Indlandi, rekur fyrirtækið D&G Agency, en það framleiðir meðal annars hágæða fartölvutöskur fyrir konur auk fylgihluta og fatnaðar. Vigdís hefur verið með annan fótinn á Indlandi síðustu fjögur árin og kann vel við sig, enda er þar sumar allt árið um kring og fólkið yndislegt. „Mér líkar mjög vel á Indlandi. Ég er búin að koma mér vel fyrir og er búin að fá mér hund líka," segir Vigdís og hlær. Vigdís hyggst opna eigin vinnustofu á Indlandi innan skamms þar sem hún mun sjálf hanna og framleiða nýja fatalínu á bæði kynin. Línan mun meðal annars innihalda leðurjakka og aðrar flíkur unnar úr leðri. „Allt sem ég hanna er úr leðri. Ég er búin að læra svo mikið um leður og leðurvinnslu í kringum töskuframleiðsluna og er nú orðin svolítill sérfræðingur í því og þess vegna langar mig að halda áfram að hanna úr leðri," segir Vigdís. Nýverið gerði Vigdís samning við hótelkeðjuna Zuri, sem rekur lúxushótel víða á Indlandi, Afríku og á Englandi, og mun hönnun hennar verða seld í hótelverslunum frá og með haustinu. „Þessi samningur kemur sér mjög vel. Það er mikið af viðskiptafólki sem dvelur á þessum hótelum og því verða töskurnar og fylgihlutir í forgrunni til að byrja með, svo sjáum við bara hvað setur. Það er líka skemmtilegt að hugsa til þess að nú sé hægt að kaupa íslenska hönnun bæði á Indlandi og í Afríku," segir Vigdís að lokum. - sm
Innlent Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira