Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2010 15:00 Pavel í strangri gæslu í fyrsta leiknum. Mynd/Daníel „Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir. „Ég er ekkert að horfa á neitt sérstakt. Núna er ég að horfa á þátt um geimverur á National Geographic. Afar spennandi. Ég er ekki eins hjátrúarfullur núna og ég var þegar ég var á Spáni. Þá var ég með plan nánast upp á mínútu. Borðaði alltaf sama matinn, horfði á sömu sjónvarpsstöðina og fór í sömu fötunum," sagði Pavel léttur. KR tapaði eins og kunnugt er fyrsta leiknum og er því með bakið upp við vegginn fræga í kvöld. „Þetta verður hörkugaman í kvöld. Við erum vissulega í erfiðri stöðu og það er ekkert auðvelt að þurfa að fara í Hólminn í þessari stöðu. Við bara verðum að vinna, það er ekkert öðruvísi. Það verður samt ekki auðvelt eins og ég segi enda er Snæfell með frábært lið og líklega það lið sem er sterkast á landinu þessa dagana," sagði Pavel. Hann átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik og Snæfellingar hafa hampað sjálfum sér fyrir góðan leik gegn honum. Pavel vill ekki kvitta undir það. „Ég lít frekar á það þannig að ég hafi átt slæman dag frekar en að þeir hafi verið svona frábærir. Það var ekki þeirra herkænsku að þakka að ég var slakur. Ég átti bara ekki góðan dag. Þeir koma mér ekkert úr jafnvægi í kvöld. Ég hef lent í því áður að fá pressu á mig," sagði Pavel ákveðinn en hann segir það hjálpa KR að hafa unnið í Hólminum um daginn þegar mikið var undir. „Við hugsum um hvað við gerðum rétt þá og reynum að endurtaka leikinn." Dominos-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
„Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir. „Ég er ekkert að horfa á neitt sérstakt. Núna er ég að horfa á þátt um geimverur á National Geographic. Afar spennandi. Ég er ekki eins hjátrúarfullur núna og ég var þegar ég var á Spáni. Þá var ég með plan nánast upp á mínútu. Borðaði alltaf sama matinn, horfði á sömu sjónvarpsstöðina og fór í sömu fötunum," sagði Pavel léttur. KR tapaði eins og kunnugt er fyrsta leiknum og er því með bakið upp við vegginn fræga í kvöld. „Þetta verður hörkugaman í kvöld. Við erum vissulega í erfiðri stöðu og það er ekkert auðvelt að þurfa að fara í Hólminn í þessari stöðu. Við bara verðum að vinna, það er ekkert öðruvísi. Það verður samt ekki auðvelt eins og ég segi enda er Snæfell með frábært lið og líklega það lið sem er sterkast á landinu þessa dagana," sagði Pavel. Hann átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik og Snæfellingar hafa hampað sjálfum sér fyrir góðan leik gegn honum. Pavel vill ekki kvitta undir það. „Ég lít frekar á það þannig að ég hafi átt slæman dag frekar en að þeir hafi verið svona frábærir. Það var ekki þeirra herkænsku að þakka að ég var slakur. Ég átti bara ekki góðan dag. Þeir koma mér ekkert úr jafnvægi í kvöld. Ég hef lent í því áður að fá pressu á mig," sagði Pavel ákveðinn en hann segir það hjálpa KR að hafa unnið í Hólminum um daginn þegar mikið var undir. „Við hugsum um hvað við gerðum rétt þá og reynum að endurtaka leikinn."
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira