Alonso vill vera framar en Hamilton á Hockenheim 23. júlí 2010 16:24 Fernando Alonso og Lewis Hamilton hafa marga hildina háð. Bæði sem keppinautar hjá ólíkum liðum og með McLaren 2007. Nú ekur Alonso Ferrari og Hamilton er enn hjá McLaren. Mynd: Getty Images Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. "Æfingar föstudags gefa ekki rétt mynd af stöðu okkar og þessi föstudagur var enn sérkennilegri útaf veðrinu og aðstæðum á brautinni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Hann var þó ánægður að vera á undan Red Bull bílum Vettels og Mark Webber. Sá bíll er talinn sá fljótasti á brautunum í dag. "Við prófuðum allt sem við vildum prófa og skoðum svo tölvugögnin. En við vitum ekki hve samkeppnisfærir við erum fyrr en á morgun. Ég held að ráslínan breytist ekki mikið frá Silverstone, þannig að Red Bull og McLaren verða ofarlega." Alonso er fimmti í stigamótinu á 47 stigum á eftir Lewis Hamilton sem hlekktist á í dag á fyrri æfingunni og gat lítið ekið á þeirri seinni. "Ég verð að reyna ljúka keppni fyrir framan forystumanninn, svo að bilið aukist ekki. Í dag er það McLaren ökumaður og við verðum því að vera á undan þeim. Ef Red Bull menn eru efstir næst, þá verðum við að klára á undan þeim og svo koll af kolli. Við verðum að gera betur á seinni hluta tímabilsins", sagði Alonso, en keppnistímabilið er liðlega hálfnað. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld. Lokæfing er kl. 8.55 í fyrramákið oig tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45, en kappaksturinn á sunnudag kl. 11.30. Að honum loknum er Endamarkið, en kappaksturinn er í opinni dagskrá en Endmarkið í læstri. Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fljótasti ökumaður æfinga á Formúlu 1 brautinni á Hockenheim í Þýskaland var Fernando Alonso frá Spáni. Hann varð aðeins 0.029 sekúndum á undan heimamanninum Sebastian Vettel. "Æfingar föstudags gefa ekki rétt mynd af stöðu okkar og þessi föstudagur var enn sérkennilegri útaf veðrinu og aðstæðum á brautinni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Hann var þó ánægður að vera á undan Red Bull bílum Vettels og Mark Webber. Sá bíll er talinn sá fljótasti á brautunum í dag. "Við prófuðum allt sem við vildum prófa og skoðum svo tölvugögnin. En við vitum ekki hve samkeppnisfærir við erum fyrr en á morgun. Ég held að ráslínan breytist ekki mikið frá Silverstone, þannig að Red Bull og McLaren verða ofarlega." Alonso er fimmti í stigamótinu á 47 stigum á eftir Lewis Hamilton sem hlekktist á í dag á fyrri æfingunni og gat lítið ekið á þeirri seinni. "Ég verð að reyna ljúka keppni fyrir framan forystumanninn, svo að bilið aukist ekki. Í dag er það McLaren ökumaður og við verðum því að vera á undan þeim. Ef Red Bull menn eru efstir næst, þá verðum við að klára á undan þeim og svo koll af kolli. Við verðum að gera betur á seinni hluta tímabilsins", sagði Alonso, en keppnistímabilið er liðlega hálfnað. Sýnt er frá æfingum keppnisliða í dag á Stöð 2 Sport kl. 19.30 í kvöld. Lokæfing er kl. 8.55 í fyrramákið oig tímatakan í opinni dagskrá kl. 11.45, en kappaksturinn á sunnudag kl. 11.30. Að honum loknum er Endamarkið, en kappaksturinn er í opinni dagskrá en Endmarkið í læstri.
Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira