Facebook mikilvæg fyrir frambjóðendur 21. desember 2010 03:00 fulltrúar Rannsókn á baráttu frambjóðenda til stjórnlagaþings var gerð áður en úrslit voru ljós og var því engar upplýsingar að hafa um þá frambjóðendur sem náðu kjöri.Fréttablaðið/Anton Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosningunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjölmiðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosningabaráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði samskiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð notuðu Facebook sögðust um 62 prósent hafa sett eina eða fleiri færslur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna viðtal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosningabaráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifimiða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dagblaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Stjórnlagaþing Vandræði hefðbundinna fjölmiðla við að fjalla um þann mikla fjölda fólks sem bauð sig fram til stjórnlagaþings þýddu að frambjóðendurnir urðu að leita annarra leiða til að kynna sig. Samkvæmt nýrri rannsókn notuðu þeir einna helst netið til að reyna að kynna sig fyrir kjósendum. Samkvæmt rannsókn sem unnin er af Birgi Guðmundssyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, lék samskiptasíðan Facebook stórt hlutverk í kosningunum. Birgir lét gera könnun meðal frambjóðenda þar sem þeir voru spurðir um kynningarmál og fjölmiðla. Alls svöruðu 365 af 522 frambjóðendum könnuninni, sem gerð var á síðustu viku kosningabaráttunnar. Af þeim sem svöruðu sögðu tveir þriðju að Facebook hefði spilað stóran þátt í þeirra kynningu. Um fimmtungur svarenda sagði samskiptavefinn hafa átt lítinn þátt í þeirra kynningarstarfi. Af þeim sem á annað borð notuðu Facebook sögðust um 62 prósent hafa sett eina eða fleiri færslur á dag inn á vefinn á lokaspretti kosningabaráttunnar. Nær allir þeirra frambjóðenda sem svöruðu könnuninni sögðust ætla að fara í fimm mínútna viðtal sem RÚV bauð frambjóðendum upp á. Rúmlega 70 prósent sögðust skrifa greinar á netmiðla og 57 prósent blogguðu á eigin vefsíðu. Sjö af hverjum tíu af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust ekki ætla að auglýsa neitt í kosningabaráttunni. Ríflega fimmti hver keypti auglýsingu á Facebook og fimmtán prósent keyptu dreifimiða til að bera í hús. Af þeim 365 frambjóðendum sem svöruðu könnuninni sögðust 24 hafa keypt eða ætla að kaupa auglýsingu eða auglýsingar í dagblaði. Sex auglýstu í sjónvarpi og fimm í útvarpi. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira