Allir flokkarnir tapa fylgi 31. maí 2010 06:00 Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 prósent greiddra atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svipað og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosningar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að meðaltali 37,4 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentustigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laugardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðaltali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosningarnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsóknarflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosningunum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríflega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitarfélögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarnir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni. Í þeim sveitarfélögum sem Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í kosningunum á laugardag fékk flokkurinn að meðaltali 22,1 prósent greiddra atkvæða. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 fékk flokkurinn 30 prósent atkvæða þar sem hann bauð fram. Það er svipað og fylgi flokksins á landsvísu í alþingiskosningunum 2009, sem var 29,8 prósent. Stuðningur landsmanna við Samfylkinguna hefur því dregist umtalsvert saman, um hér um bil átta prósentustig, hvort sem miðað er við síðustu sveitarstjórnarkosningar, eða þingkosningarnar í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn fékk að meðaltali 37,4 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, fékk flokkurinn 41,6 prósent atkvæða, ríflega fjórum prósentustigum meira. Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á laugardag er þó langt yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningunum í fyrra. Í þeim kosningum fékk flokkurinn 23,7 prósent atkvæða. Úrslitin frá því á laugardaginn er því góð séu þau skoðuð í því ljósi, þó þau séu slæm í samanburði við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn fékk sína verstu kosningu frá upphafi í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Þá studdu 11,8 prósent flokkinn í þeim sveitarfélögum þar sem hann bauð fram í eigin nafni. Útkoman á laugardaginn er enn slakari, um 10,9 prósent studdu flokkinn að meðaltali þar sem hann bauð fram. Samanburðurinn við þingkosningarnar í fyrra er fráleitt hagstæðari fyrir flokkinn. Þar fékk Framsóknarflokkurinn 14,8 prósent atkvæða, um fjórum prósentustigum meira en meðaltalið á laugardag. Vinstri græn fengu 9,6 prósenta fylgi í þeim sveitarfélögum þar sem flokkurinn bauð fram undir eigin nafni í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Það er talsvert verri niðurstaða en árið 2006, þegar 12,6 prósent studdu flokkinn þar sem hann bauð fram. Stuðningur við flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum er þó langt frá góðu gengi í þingkosningunum í fyrra, þegar 21,7 prósent studdu flokkinn. Munurinn á því góða gengi og slæmri niðurstöðu í kosningunum á laugardag eru ríflega tólf prósentustig. Miðað við það hefur flokkurinn tapað ríflega helmingi fylgisins. Samanburður milli kosninga getur gefið ágæta mynd af gengi flokkanna á landsvísu, en rétt er að geta þess að margt getur haft áhrif. Til dæmis í hversu mörgum sveitarfélögum flokkarnir bjóða fram og hvort þeir bjóða bara fram í þeim sveitarfélögum sem þeir eru sterkir í. Þá hefur einnig áhrif að flokkarnir bjóða víða fram í samstarfi við aðra flokka. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira