Hlynur Bæringsson hefur ákveðið að leika með sænska úrvalsdeildarfélaginu Sundsvall Dragons á næstu leiktíð.
Frá þessu er greint á karfan.is í kvöld en Hlynur varð á dögunum Íslandsmeistari með Snæfelli. Hann var svo valinn besti leikmaður deildarinnar og úrslitakeppninnar auk þess sem hann var kjörinn besti varnarmaður deildarinnar.
Hlynur gerði tveggja ára samning við Sundsvall en Jakob Sigurðarson lék með liðinu í vetur við góðan orðstír.
Hlynur samdi við Sundsvall
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn
