Jose Maria "Guti" Gutierrez, leikmaður Real Madrid, er á förum frá félaginu þar sem hann hefur spilað síðustu fimmtán árin. Þessi 33 ára miðjumaður er að leita sér að nýju liði og hefur nú fengið tilboð frá Tyrklandi.
Guti sagði í viðtali við spænska blaðið Marca að hann sé með tilboð frá tyrkneska liðinu Galatasaray en það lið þjálfar Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari erkifjendanna í Barcelona.
Guti gaf sér góðan tíma til að kveðja stuðningsmenn Real Madrid eftir 5-1 sigur á Athletic Bilbao um helgina en það var síðasti leikur hans með Real Madrid á Santiago Bernabeu.
Guti hefur spilað 385 deildarleiki með Real og er búinn að skora 45 mörk í þeim. Hann vann Meistaradeildina þrisvar með félaginu og hefur unnið spænska meistaratitilinn fimm sinnum.
Guti með tilboð frá tyrkneska liðinu Galatasaray
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Partey ákærður fyrir nauðgun
Fótbolti


Átta mánaða gamall með Íslandi á EM
Fótbolti

Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota
Íslenski boltinn
