Real Madrid vann 3-1 sigur á Sporting Gijon í spænska boltanum í kvöld. Markalaust var í hálfleik.
Gestirnir í Sporting tóku forystu á 53. mínútu en Adam var ekki lengi í Paradís. Rafael van der Vaart hafði jafnað tveimur mínútum síðar og tveimur mínútum eftir það mark komst Real yfir.
Xabi Alonso skoraði 2-1 og þriðja markið kom frá Argentínumanninum Gonzalo Higuain.
Real Madrid komst með þessum sigri í efsta sæti deildarinnar. Liðið er nú þremur stigum á undan Barcelona sem er í öðru sæti. Börsungar leika annað kvöld við Real Zaragoza.
Sporting Gijon er í tólfta sætinu. Hér að neðan má sjá úrslit dagsins á Spáni.
Athletic Bilbao 2 - 2 Getafe
Deportivo La Coruna 0 - 2 Valladolid
Xerez 2 - 1 Tenerife
Real Madrid 3 - 1 Sporting Gijon