"Við áttum þetta inni frá Sveinbirni," sagði þjálfarinn Atli Hilmarsson kampakátur eftir 32-31 sigur Akureyrar á HK í kvöld.
Akureyri vann 32-31 en Sveinbjörn Pétursson varði frábærlega undir lokin og lagði grunninn að sigri eftir að HK hafði verið yfir.
"Sveinbjörn hafði ekki varið vel í seinni hálfleik en ég vissi að þetta kæmi hjá honum," sagði Atli og brosti.
"Ég er ánægður með baráttuna í strákunum. Við klárum þetta vel undir lokin, við spiluðum ágætlega tveimur færri líka. Ég hefði þó viljað klára þetta fyrr, við gáfum þeim marga bolta í fyrri hálfleik."
"Forystan okkar var fljót að hverfa en það er bara frábært að halda áfram á sigurbraut. Það er sigureðli í þessum strákum sem við erum að kalla fram," sagði Atli.
Atli: Sigureðlið er til staðar
Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
